Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 174
HEFUR PÚ TRASSAÐ INNGÖNGU
í FÉLAG ÍSLENSKRA FRÆÐA?
Félagar í Félagi íslenskra fræða tilheyra ýmsum stéttarfélögum. En
þeir geta þrátt fyrir það haft ávinning af virku starfi innan FÍF, nægir
þar að nefna gjaldskrá félagsmanna og fróðlega leynifundi. Félagsmenn
fá sent fréttabréf með tilkynningum um starfsemina, en ráðgert er að
halda hálfsmánaðarlega fundi í vetur og efna til málþinga. Á aðalfundi
félagsins í vor var samþykkt ný lagagrein um hverjir væru æskilegir
félagar. Greinin hljóðar svo:
„Félagar geta þeir orðið sem lokið hafa háskólaprófí (BA-prófi hið
minnsta) í einni eða fleiri greinum „íslenskra fræða“, þ.e. málfræði,
bókmenntum eða sögu. Sama máli gegnir um þá sem lokið hafa
háskólaprófi í greinum sem einhver áðurnefndra greina hefur verið hluti
af, svo sem norrænum eða germönskum málum, almennum málvísind-
um, norrænum eða almennum bókmenntun ellegar sagnfræði. Enn-
fremur geta þeir orðið félagar sem lokið hafa háskólaprófi í greinum
sem aðrir þættir íslenskra fræða og menningarsögu hafa verið hluti af,
svo sem þjóðfræðum, fornleifafræði eða listasögu, eða þeir hafi sinnt
íslenskum fræðum á umtalsverðan hátt.“
Nýir félagar sendi bréf, er greini stuttlega frá menntun þeirra, til Félags
íslenskra fræða, skrifstofu BHM, Lágmúla 7, 108 Rvk.