Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 175
ÞÓR MAGNÚSSON
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1989
Starfslið
Á árinu voru Halldóra Ásgeirsdóttir og Kristín H. Sigurðardóttir
forverðir fastráðnar í starf, en þær hafa verið lausráðnar um árabil. Var
Halldóra í hálfu starfí framan af en síðan í 75% starfi.
Sýningar og aðsókn
Safngestir urðu alls 40.150 á árinu, erlendir gestir 22.230 en innlendir
10.446 og að auki 7.474 skólanemar, sem komu í skipulögðum skóla-
heimsóknum.
Sérsýningar safnsins voru þrjár. 21. janúar var opnuð sýningin Vík-
ingar í Jórvík og vesturvegi, sem var gerð í samvinnu við Norræna húsið
og var ineginhluti sýningargripa fenginn að láni frá Yorkshire Museum
í Jórvík. Sýningin var í tveimur hlutum, annars vegar í kjallara Norræna
hússins og þar sýndir þeir þættir, sem fjölluðu um daglegt líf fólks á
víkinga- og landnámsöld en hinn hlutinn í Bogasal og forsal og þar
gerð skil skipum, siglingum og landafundum víkingaaldar. Sýningar-
gestir urðu 4051 í Bogasal og að auki 2560 nemendur í skólaheimsókn-
um. Stóð sýningin til 2. apríl, en sýningin í Bogasal þó fram á sumar.
í sambandi við sýninguna voru haldin nokkur erindi í Norræna húsinu
og bauð British Council tveimur fyrirlesurum, Sir David Wilson og dr.
Raymond Page og að auki hélt dr. Helge Ingstad erindi á vegum Nor-
ræna hússins um rannsóknir á Nýfundnalandi.
Þá var sýningin Ljósmyndin 150 ára. Saga Ijósmyndunar á íslandi í máli
og myndum, í Bogasal. Var hún opnuð 7. október og stóð til nóvember-
loka. Voru sýndar þar gamlar frummyndir ljósmynda í eigu safnsins og
ýmsir hlutir tengdir ljósmyndagerðum fyrrum. Yfirumsjón með gerð
sýningarinnar hafði Inga Lára Baldvinsdóttir cand. mag., sem bezt
hefur rannsakað sögu íslenzkrar ljósmyndunar. Starfsmenn safnsins,
Halldór J. Jónsson, Lilja Árnadóttir og Margrét Gísladóttir deildarstjór-