Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 177
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1989
181
hönnuður ráðin til að annast hönnun sýninganna, að minnsta kosti að
hluta til.
Þá má geta, að starfsmenn safnsins gerðu tíu sjónvarpsþætti á árinu
tengda safninu.
Safnkennsla
Af þeim 5400 skólanemum, sem sóttu safnið í reglubundnum skóla-
heimsóknum, komu um 2500 á víkingasýninguna og unnu þar verk-
efni. Að auki komu um 1500 nemendur á jólasýninguna í desember. —
Um 500 nemendur sóttu brúðuleikhús, sem var í umsjá Bryndísar
Gunnarsdóttur.
Óskar Bjarnason háskólanemi var safnkennara til aðstoðar í febrúar,
marz og apríl.
Sendur var safnkassi um ull og tóvinnu út í skóla og var hann lánaður
8 sinnum, viku í senn. Þá fengu söfn og skólar lesörkina úr kassanum
til ljósritunar.
Safnkennari hélt erindi í skólum og leiðbeindi forstöðumönnum
byggðasafna og kennurum um tilhögun safnkennslu.
Safnauki
Á árinu 1989 voru færðar 153 færslur í aðfangabók safnsins, sem er
óvenjumikið, en þess ber að geta eins og áður, að margt af því sem fært
er inn eru smáhlutir og oft margir í hverri færslu. Helztu gripir, sem
safninu bárust, eru þessir:
Beinprjónn með krossi á enda og steinkola, fundin 1947 á Kálfsstöðum
í Hjaltadal, gef. Árni Árnason frá Kálfsstöðum, Vídalínspostilla, 6. útg.
Hólum 1744 og 1745, í alskinni með spennum, gef. Jakob Albertsson,
R., stafaklútar tveir og fleiri hannyrðir, gef. Steinar Þórðarson, R.,
skautbúningur Sigríðar Hannesdóttur, Króki í Grafningi, og fleiri hlutir,
gef. Gísli Teitsson, R., kvensilfur af upphlut, keypt í Lundúnum, sjö
myndir eftir Sölva Helgason, úr eigu Halldóru Bjarnadóttur, gef. Stefán
Örn Stefánsson, R., safn leikfanga frá sjötta tug aldarinnar, gef. Ingi-
björg Ingadóttir og Ragnhildur Jónsdóttir, R., kraftblökk, sú fyrsta hér-
lendis sem reyndist nothæf, frá um 1950, gef. Einar Vilhjálmsson, Garða-
bæ, altarisklceði frá 1747, gef. Kvíabekkjarkirkja, silfurskeið frá 1682, gef.
Jóhann Sigurðsson, R., jjallskilaseðlar úr Borgarhreppi í Mýrasýslu frá
síðustu áratugum, gef. Finnur Einarsson, Borgarnesi, tveir altarisstjakar
af tini, gef. Gufudalskirkja, ýmis búsáhöld, gef. Katrín Helgadóttir, R.,
Jjöl úr minningartöflu yfir sr. Ólaf Þorláksson, d. 1756, fannst í árefti í