Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Side 182
186
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bæta tréverkið fyrir árslokin, það sem ástæða er til að vinna að svo
stöddu, en ekki var tekin ákvörðun um, hvort eða hvar bærinn yrði
settur upp, þótt fastlega sé í athugun að setja hann upp sem sýningar-
grip inni í safninu síðar rneir. - Guðmundur Baldur Jóhannsson annað-
ist þetta verk.
Á árinu voru gömlu útihúsin í Nesi við Seltjörn keypt, þau sem
standa sunnanvert við stofuna, og voru rifnir hesthússkúrar, sem þar
stóðu og snyrt til eftir föngum. Gert var við hlöðuna til bráðabirgða,
svo að nýta megi hana sem geymslu fyrir lækningaminjasafnið, sem
senn þarf að rýma úr heilsugæzlustöðinni á Nesinu.
Talsvert var unnið að viðgerð gömlu bygginganna úti um landið. -
Á Keldum var í reynd unnið aðeins allra brýnasta viðhald, enda tíðarfar
afleitt til viðgerða, og var ekkert unnið að viðgerð gamla íbúðarhússins.
Dyttað var að þaki Víðinrýrarkirkju, en hún er í góðu lagi og vel
hirt, en þar kemur árlega mikill fjöldi gesta, svo sem áður er oft frá
greint.
í Glaumbæ var lokið viðgerð á Gusu og annaðist Trésmiðjan Hlynur
á Sauðárkróki þá viðgerð. Einnig var hlaðinn veggur milli Gusu og
baðstofu og lagaður bæjardyrakampur. Annaðist Jóhannes Arason það
verk ásamt Sveini Einarssyni.
Lokið var viðgerð á ganrla bænum á Stóru-Ökrum. Þinghúsið var
tekið ofan og margir viðir endurnýjaðir og veggir endurbættir. Vegginn
milli bæjardyra og stofu varð að hlaða nánast frá grunni og einnig
suðurvegg. Gera varð við allar stoðir, en enga þurfti að endurnýja. Hið
sama er um syllur. Settir voru tveir nýir bitar í húsið, sem teknir höfðu
verið einhvern tíma og þeir strikaðir eins og bitaleifar, sem síðast voru
sperrur í húsinu. Nýjar, óstrikaðar sperrur voru settar í húsið og einnig
langbönd. Allur sá viður var unninn úr rekaviði frá Víkum á Skaga.
Torfverkið annaðist Jóhannes Arason en synir hans Elías og Ari tré-
smíðina en þeim til hjálpar var Svanhildur Pálsdóttir. Torfið ristu
Sigurður Halldórsson og Ragnar Gunnlaugsson, en Sigríður Sigurðar-
dóttir minjavörður hafði umsjón með og lagði gjörva hönd á verkið.
Hóladómkirkja var fullviðgerð að utan og umhverfi hennar lagað og
snyrt, en eftir er að koma nokkrum gömlu legsteinanna fyrir í turnin-
um. Er kirkjan nú glæsilegasta kirkja landsins og eiga kirkjugripirnir
ekki minnstan þátt í því. Staðurinn hefur allur tekið miklum stakka-
skiptum þessi síðustu árin vegna þessara aðgerða.
Nokkuð var gert við garnla bæinn á Hólurn í Hjaltadal, sem er illa
farinn. Var búrið endurhlaðið og endurnýjaðir viðir eftir þörfum. Var
útvegað timbur til frekari viðgerðar, en hér þarf að gera stórátak á