Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 183
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIP 1989
187
næstu árum. - Þeir feðgar Jóhannes Arason og Elías sonur hans önnuð-
ust þessa viðgerð.
Á Hólum var ráðinn sérstakur leiðsögumaður og gæzlumaður yfir
sumarið vegna gömlu húsanna og annarra minja, sem þar er að sjá,
enda er mikill fjöldi ferðamanna, sem leggur leið sína á staðinn. Greiðir
Þjóðminjasafnið hluta af launum hans vegna gamla bæjarins.
í Gröf voru þil og sáluhlið, sem jafnframt er klukknaport, tjörguð og
hlaðið í skarð í kirkjugarðsvegg. Sá Sigríður Sigurðardóttir um þessar
aðgerðir.
Á Þverá í Laxárdal var haldið áfram viðgerð og sá Áskell Jónasson
bóndi á Þverá um verkið. Gert var við smiðjuna, sem er nyrzt bæjar-
húsa og hrundi sl. vetur. Áfram var og haldið mcð viðgerð á stofu-
húsum þar sem frá var horfið og sett þil á syðri stofuna.
Sæluhúsið við Jökulsá hlaut frekari viðgerð og voru einkum lag-
færðar stoðir í kjallara.
Á Burstarfelli var hafizt handa við viðgerð á baðstofunni, sem var illa
farin, skökk og þurfti mikillar lagfæringar við og skipta varð um panel
að miklum hluta. Þá var haughúsið endurbyggt. Húsið var stytt og
náðist þannig að brcikka sundið við gafl þess og mun það auðvelda við-
hald bæjarins þar í kring. Skipt var um allt tréverk, þak og efra hluta
veggja. — Verkið unnu ýmsir heimamenn í umsjá Sveins Einarssonar á
Egilsstöðum og Guðrúnar M. Kristinsdóttur minjavarðar.
Lögð voru drög að því, að Þjóðminjasafnð eignaðist gamla húsið á
Teigarhorni, en flutt var úr því á árinu. Þetta hús reisti Níels P. M.
Weywadt kaupntaður 1884 og þar eru enn ýmsir hlutir úr eigu fjöl-
skyldu hans frá þeim tíma, einkum í stofu, sem fylgja eiga húsinu að
ákvörðun Kristjáns Jónssonar bónda þar og eiganda.
Forvörzludeild. - Ymsir textílar safnsins hlutu viðgerð og forvörzlu en
einnig hlutu ýmsir textílar úr öðrum söfnum og kirkjum aðgerð, svo
sem frá Byggðasafni Þingeyinga, þar sem deildarstjóri lagði einnig á ráð
um meðferð og varðveizlu, Minjasafni Austurlands, Hofskirkju á Skaga-
strönd, Reynivallakirkju, Goðdalakirkju, Árneskirkju og Þorlákshafn-
arkirkju. - Þá voru og þvegnir jarðfundnir textílar frá rannsóknum á
Stóru-Borg og í Reykholti svo og tré- og leðurhlutir frá þessum
stöðum og Bessastöðum.
Mcsta verkið var viðgerð altarisbríkurinnar miklu frá Hólum og lauk
því verki í lok nóvembermánaðar. Halldóra Ásgeirsdóttir og Kristín H.
Sigurðardóttir unnu mest að því verki en einnig Ólafur Jónsson og
Viktor Smári Sæmundsson forverðir. Einnig unnu tveir danskir for-
verðir, Marianne Dupont og Tom Egelund um þriggja mánaða skeið,