Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 184
188
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
frá 5. sept. til nóvemberloka að viðgerð bríkurinnar og Karsten V. Lar-
sen forvörður kom tvívegis um skamman tíma og skoðaði verkið og
vann að viðgerð. Gunnar Bjarnason smiður gerði við sjálfan kassann í
miðbríkinni og vængina og Pétur Jónsson gerði við og styrkti lamirnar
gömlu. - í byrjun ágúst voru vængirnir settir upp yfir altari kirkjunnar
en miðhlutinn fór norður 27. nóvember, og er bríkin nú án efa glæsi-
legasti og stórfenglegasti kirkjugripur hérlendis. Var viðgerðin fram-
kvæmd af allri þeirri kostgæfni, sem unnt var, en þó heldur hún elliblæ
sínum og hinum forna virðuleik. - Hólanefnd lagði 3 millj. kr. til við-
gerðarinnar, sem voru sérstaklega veittar á fjárlögum.
Vegna viðgerðar bríkurinnar var vinnuaðstaðan stækkuð til bráða-
birgða og lítils háttar keypt af tækjum.
Halldóra og Kristín sóttu endurmenntunarnámskeið um forvörzlu
glers og leirkera í Finnlandi 14.—22. ágúst og fengu lítils háttar ferða-
styrk frá safninu. Einnig kynntu þær sér forvörzluverkstæði þjóðminja-
varðarembættisins í Stokkhólmi.
Þjóðháttadeild. — Á árinu voru sendar út tvær spurningaskrár, nr. 71
í aprílmánuði um lestur og skrift og nr. 72 í desember um gamla bíla.
Einnig var sem áður sent út nokkuð af eldri skrám til nýrra heimildar-
manna.
I heimildasafnið bættist á árinu 401 númer og var fjöldi þeirra í árslok
orðinn 9314. Haldið var áfram að tölvuskrá safnið samkvæmt áætlun
eins og undanfarin tvö ár. Við það unnu Signý Hermannsdóttir, Guð-
björg Árnadóttir og Dögg Árnadóttir. Mun nú láta nærri að búið sé að
skrá helming þess. í kjölfarið er efnið fært yfir á orðleitarforrit.
Nokkrir stúdentar í þjóðfræði við Háskólann og Kennaraháskólann
unnu eins og undanfarin ár að ritgerðasmíð í heimildasafninu. Einnig
fer í vöxt, að nemendur erlendra háskóla og aðrir fræðimenn notfæri sér
heimildir deildarinnar, m.a. vegna safnritsins íslensk þjóðmenning.
Starfsmenn deildarinnar fluttu sem áður erindi á ráðstefnum, nám-
skeiðum og fundum hjá ýmsum samtökum og svöruðu margvíslegum
fyrirspurnum innlendra og erlendra íjölmiðla af flestum tegundum eða
komu fram í dagskrá þeirra.
Árni Björnsson sótti 9. alþjóðaþing um alþýðlegar frásagnir (ISFNR)
í Búdapest 10.-17. júní og hélt þar erindi. — Hallgerður Gísladóttir sótti
27. -30. maí norræna ráðstefnu á Hanaholmen í Finnlandi um Framtids-
strategier för humanistisk kvinnoforskning á vegum NOSH.
Deildin aðstoðaði við uppsetningu á sýningu á gömlum íslenzkum
landbúnaðarverkfærum í tengslum við aðalfund norrænna bændasam-
taka á Hótel Sögu 8.-10. ágúst.