Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 186
190
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lcndis og kom 1925. Fckk safnið fjárstuðning frá Vegagerð ríkisins og
margir aðrir reyndust hjálplegir með útvegun viðgerðarhluta. - Að auki
var safnað miklu af hlutum, einkum loftskeytatækjum frá ýmsuni
tímum og annaðist Valdimar Jónsson loftskeytamaður það verk. Þá var
miklu hagrætt í geymslum.
Sjóminjasafn. — f safnið komu tæplega 4000 gestir, en safnið er opið
alla daga vikunnar yfir sumarið en um helgar eða eftir samkomulagi að
vetrinum. Talsvert er um komur skólanema.
Sett var upp farandsýning frá Ítalíu um Kólumbus og fund Ameríku,
á skermum, og var hún aukin með sérstökum þætti um Leif heppna.
Mikið var reynt til að fá geymsluhúsnæði fyrir gömlu bátana, sem
sumir liggja úti en aðrir verða að fara úr geymslunni í Viðey, sem senn
á að rífa, svo og aðra stóra hluti. En þrátt fyrir góð fyrirheit um hús-
næði, sem ríkissjóður á og mun losna bráðlega, fékkst enn ekkert
ákveðið í því efni.
Sóttur var upp að Hvítárbrú gamli loftskeytaklefinn af togaranum
Geir, frá 1923, og tók síðan Valdimar Jónsson að sér að afla tækja í hann
eins og verið höfðu í upphafi.
Gyða Gunnarsdóttir veitti safninu forstöðu eins og áður.
Prentuð frœðirit starfsmanna safnsins
Árni Björnsson: Lúter og lífsgleðin í Lúther og íslenskt þjóðlíf,
Reykjavík 1989, bls. 153-171.
Sami: The Myth of the Horned Helmet, Iceland Review, 2, 1989,
bls. 55-58.
Sami: 11 paese incantato, í Terra di Ghiaccio, Arte e civiltá dell’
Islanda, Torino 1989, bls. 29—37.
Sami: Hverjir voru víkingar? Þjóðviljinn 1. febr. 1989.
Sami: Ecologic Influence on Old Icelandic Society. Nordic Perspectives
on Arctic Cultural and Political Ecology. Umeá 1989 (Miscellanous Publica-
tions; 9).
Elsa E. Guðjónsson: An Icelandic Bridal Costume from about 1800.
Costume. The fournal of the Costume Society, 23:1-21, 1989.
Sama: Biskupsskrúði Guðmundar góða? Gullsaumaður messuskrúði
frá dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Skagftrðingabók, 18:33-82, 1989.
Sama: fárnvarðr Yllir. A Fourth Weapon of the Valkyries in Darraðar-
Ijóð? Ancient and Medieval Textiles. Studies in Honour of Donaid King. Tex-
tile History, 20:2:185-197, 1989.
Sama: Kvindefremstillinger pá broderede islandske alterforhæng fra