Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 187
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNID 1989
191
middelalderen. Kvindebilleder. Eva, Maria og andre kvindemotiver i middel-
alderen. Köbenhavn 1989, bls. 111 — 126. — Með ensku efniságripi.
Sama: Þjóðbúningur — nationaldragt. Om terminologien vedrorende
islandsk traditionel dragt. Reykjavík 1989 (hluti af erindi fluttu á Nordisk
dragtsenrinar, Finnlandi 1987).
Guðmundur Ólafsson: Tölvuvæðing minjasafna og tölvuskráning
safngripa. Ljóri, 6. Iiefti, 1989.
Sami: Þingnes, en tingsplats frán fristatstiden? XVII Nordiska arkeo-
logmötet 1985. ISKOS 7. Helsinki 1988.
Hallgerður Gísladóttir: Gott cr að hafa mikinn mat og marga helgi-
daga, Gestgjafimi 4. tbl. des. 1989.
Sanra: Brauðgerðargaman, Lesbók Morgunblaðsins 34. tbl. 1989, bls. 10.
Þór Magnússon: Upphaf byggðar. Víkingar í Jórvík og vesturvegi. Sýn-
ingarskrá. Reykjavík 1989.
Sami: Við opnun safnmannafundar 6/10 1989. Ljóri, 6. hefti, 1989.
Sami: Verndun gamalla bygginga. Sama rit, bls. 39—45.
Sami: Museums in Iceland. Museum. Quarterly Review Published by
UNESCO. 1989, bls. 177—1979 (einnig pr. á frönsku og þýzku).
Sami: Laugarneskirkja hin forna. Afmælisrit Laugarneskirkju 1949-
1989. Bls. 4-8. Reykjavík 1989.
Þóra Kristjánsdóttir: „Mér verður hússins dæmi...“ Húsafriðun á ís-
landi, viðhorf til menningararfsins. Sagnir 1989. Reykjavík 1989.
Ásu Wright fyrirlestrar
Á árinu voru fluttir tveir fyrirlestrar á vegum Minningarsjóðs Ásu
Guðmundsdóttur Wright. - Ása Nyman frá Uppsölum hélt fyrirlestur
15. marz í Odda um alþjóðleg þjóðfræðakort yfir Evrópu, og gerði þar
einkum grein fyrir kortum um árstíðabrennur. Var ferð hennar hingað
í sanrvinnu við Stofnun Árna Magnússonar. - Síðari fyrirlesturinn flutti
Kaija Santaholma arkitekt frá Finnlandi 25. október um friðun og varð-
veizlu bygginga í Finnlandi.
Húsafriðunarnefnd
Nefndin hélt 7 fundi á árinu þar sem fjallað var um viðgerðir bygg-
inga og friðun. - Nefndin kostaði allnrargar ferðir unrsjónarmanna við-
gerða út unr landið og má nefna ferð til Vestmannaeyja vegna hússins
Landlystar, að Fitjum í Skorradal vegna viðgerðar kirkjunnar þar og til
ísafjarðar vegna viðgerðar gönrlu húsanna í Neðstakaupstað og nýrrar
úttektar á kirkjunni senr enn er óviðgerð eftir brunann.