Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Qupperneq 188
192
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ncfndin fylgdist með hinum miklu viðgerðum, sem hafnar voru á
Bessastaðastofu, þar sem segja má að nær því sé um að ræða endur-
byggingu hússins, en mikill hluti þess var fjarlægður. Að auki átti
nefndin í talsverðum fundahöldum vegna breytinga á Pjóðleikhúsinu.
Þau verkefni, sem hlutu beinan viðgerðarstyrk úr Húsafriðunarsjóði,
eru eftirfarandi:
Miðstræti 10, Bergstaðastræti 9, Suðurgata 12, öll í Reykjavík, íbúð-
arhúsið að Kvíum í Þverárhlíð, íbúðarhúsið að Hjallalandi í Vatnsdal,
Gamla læknishúsið og Villa Nova á Sauðárkróki og Sauðárkrókskirkja,
Gudmanns Minde, Hafnarstræti 86 og Aðalstræti 52 á Akureyri, Þuríð-
arbúð á Stokkseyri, Brauðgerðarhús, Gunnarshús og Tún á Eyrar-
bakka, Hraðastaðir í Mosfellssveit og Innri Njarðvíkurkirkja, 90 þús.
kr. í hvert viðfangsefni.
Helgafellskirkja, Staðarkirkja í Steingrímsfirði, Byggðasafn Skagfirð-
inga v. Gilsstofunnar og Ásshússins, Hofsstaðakirkja í Skagafirði,
Kirkjubæjarkirkja í Hróarstungu og Kálfatjarnarkirkja, 150 þús. kr.
hvert.
Byggðasafn Akraness v. Garðahússins, Frúarhús í Stykkishólmi,
Tjöruhús á ísafirði, Eiðakirkja, Wathneshús (gamla símstöðin) á Seyð-
isfirði, Randúlfssjóhús á Eskifirði, Langabúð á Djúpavogi, Byggða-
safnið í Skógum v. bæjarins frá Skál á Síðu, Meðalholt eystri í Árnes-
sýslu, Húsið á Eyrarbakka, 200 þús. kr. hvert.
Að auki var úthlutað 1100 þús. kr. í sérfræðiaðstoð, en alls eru þetta
5.920 þús. króna.
Þjóðhátíðarsjóður
Á árinu komu í hlut Þjóðminjasafnsins 1.625.000 kr. úr Þjóðhátíðar-
sjóði, sem er fjórðungur úthlutunarfjár. Var því fé varið til eftirtalinna
verkefna:
Til fornleifarannsókna á Stóru-Borg kr. 1.262.863,-
Til viðgerðar Krýsuvíkurkirkju kr. 62.859,-
Til skráningarvinnu safngripa kr. 26.400,-
Til endursmíði á veghefli kr. 53.332,-
Til kaupa á sandblásturstæki kr. 59.257,-
Ónotaðar voru kr. 160.289, sem geymast til næsta árs.
Byggðasöjn
Með nýjum lögum um verkaskiptingu sveitarfélaga tóku héraðs-
nefndir við af sýslunefndum. Virðist svo sem þær hafi óvíða enn farið