Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Síða 189
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1989
193
að taka á safnamálum og eru mörg byggðasöfn býsna afskipt af hálfu
héraðsnefndanna. - Er svo að sjá sem að þessu leyti hafi hin nýja skipan
lítt orðið til góðs. Byggðasöfnin líða hvarvetna fyrir litlar fjárveitingar
og má segja, að sums staðar séu þær nánast engar frá héruðunum.
Tölur eru engar um aðsókn að söfnunum og minna vitað um fram-
kvæmdir en skyldi, þar sem þau senda fæst neinar ársskýrslur, en á því
verður breyting með nýjum lögum.
Til byggðasafna voru veittar á fjárlögum 6 millj. kr., og fóru 4,75
millj. til launagreiðslna en 1,25 millj. til stofnkostnaðar, og hlutu eftir-
talin söfn styrki í þúsundum króna talið:
Byggðasafnið í Görðum v. Garðahússins 200, sama v. kútters Sigur-
fara 150, Byggðasafn Borgaríjarðar 100, Byggðasafn Dalamanna 35,
Byggðasafn Húnv. og Strandam., 65, Byggðasafn Skagfirðinga 200,
Byggðasafn Þingeyinga 100, Minjasafn Austurlands 100, Byggðasafn
Austur-Skaftf. 100, Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftf. 100,
Sjóminjasafnið, Eyrarbakka 100.
Haldið var áfram viðgerð gamla hússins í Görðum við byggðasafnið
á Akranesi og er það nú fullbúið hið ytra.
Safnið á Hnjóti eignaðist in.a. gamlan dekkbát, Mumma ÍS, 11 smá-
lesta. Var hann fluttur og dreginn á land og fór Pétur Jónsson þangað
vestur til að aðstoða við flutningana. En ekki komst báturinn á endan-
legan stað.
Á ísafirði var haldið áfram viðgerð Tjöruhússins svonefnda og nú
gert við stokka hússins allt umhverfis.
Þjóðminjavörður og Hjörleifur Stefánsson áttu fund með byggða-
safnsnefnd á Reykjum 2. ágúst og var þar einkum rætt um möguleika
þess, að safnið bjargaði tveimur merkum húsum, gamla kaupmanns-
húsinu á Borðeyri frá 1852 og því sem eftir stendur af gamla bænum í
Höfnum á Skaga. Lýsti nefndin sig jákvæða í þessum málum, en ekki
hófust þó neinar aðgerðir á árinu.
Byggðasafn Skagfirðinga undirbjó enn frekar uppsetningu Gilsstof-
unnar og flutning hússins frá Ási í Glaumbæ, en ekki komust þau á
grunn á árinu.
Á Eskifirði var enn haldið áfram viðgerð Randúlfssjóhúss og má það
nú heita fullviðgert.
Lokið var viðgerð gamla Dalatangavitans, sem Otto Wathne lét reisa
nálægt aldamótum og fyrst var nefndur í skýrslu 1985, örlítið steinhús
með smáafdrepi fyrir vitavörð og olíuljósi við stafn. Unnu sjálfboða-
liðar verkið á vegum Safnastofnunar Austurlands.
Hafizt var handa um viðbyggingu við byggðasafnið í Skógum eftir
13