Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 5
ÖGURBRÍK
9
einn er í kyrtli einvörðungu. Eru klæði þeirra og einkunnir með ýmsum lit,
og höfð bæði gylling, rauður litur, blár, grænn, bleikur, hvítur og brúnn. I
þessum bríkarhluta fer talsvert fyrir rauða litnum, einkum í skikkjum, og
greind verða blóm í klæðnaði líkneskjanna.
í Ögurtöflu fara saman höggmyndalist og málaralist, þannig að hún telst
til þeirra bríka sem skilgreindar hafa verið sem „Gesamtkunstwerk" á
þýsku. Elsta dæmi um slíka altaristöflu mun vera frönsk tafla frá lokum 14.
aldar. Emile Mále hyggur að litlar þrenndarbríkur, franskar, skornar í fíla-
bein, séu áar hinna frægu flæmsku þrenndarbríka frá 15. og 16. öld. Saman-
burð við líkneskin í Ögurtöflu má hafa þar sem er stytta úr tré, talin vera frá
því snemma á 15. öld, í eigu Louvre safns í París. Theodor Múller heldur
styttuna niðurlenska og úr altarisbrík. Hún sýnir Jóhannes skírara, sem
stendur á ávalri upphækkun, eins og líkneskin í Ögurtöflu. Heldur hann á
einkunn sinni, lambinu, og lítur niður fyrir sig. Ekki virðast vera mjög raun-
veruleg, sviðræn tengsl milli miðhlutans í Ögurbrík og vængmynda henn-
ar, og þetta markar henni miðaldalegan svip. Hinn víðfrægi flæmski málari
Roger van der Weyden (um 1399-1464) lét fyrstur verða til fullt samræmi að
þessu leyti milli miðhluta og vængja í þrenndarbrík, þegar hann málaði
svonefnda Bladelin brík sína, var það líklega upp úr miðri 15. öld, eftir ferð
til Ítalíu. Roger vann lengi að list sinni í Brússel og var gerður að borgarmál-
ara þar árið 1436.
Utan á vinstra væng í bríkinni frá Ögri er málverk sem sýnir heilaga
þrenningu. Rökrænt samband mun vera milli dómsdags og heilagrar þrenn-
ingar. Hagar hér þannig að Jesús Kristur og guð alfaðir sitja á bekk sem snýr
þversum í mynd, brúnum á lit, og er Kristur til vinstri. Er hann í rauðri
skikkju og þó nakinn niður til mittis að framan, heldur hann með vinstri
hendi við hvíta veraldarkúlu, dálítið gagnsæja, sem er á bekknum milli
hans og guðs alföður, en bendir með hægri hendi á síðusár sitt. Kristur er
málaður með sítt, dökkbrúnt hár, og vottar fyrir reik í því miðju, og hann er
með skegg sem vex um kjálkana og liggur upp að efri vör. Er skikkja hans
tekin saman nálægt hálsi, og þar kringlótt næla til festingar. Næst sér er
hann í hvítum línklæðum. Umhverfis veraldarkúluna liggur gyllt gjörð á
þverveg og önnur er felld yfir hana að ofan, en stór og skrautlegur kross,
gylltur, rís upp frá kúlunni. Drottinn, t.h., er síðhærður og hvíthærður, og
með mikið hvítt alskegg. A höfði sér hefur hann toppmyndaða, lokaða kór-
ónu, gyllta, með litlum, hvítleitum krossi efst. Hann er yst í sterkrauðri
skikkju, undir henni í skrautofnum, gulum kyrtli, sem á er dökkt blóma-
munstur, og er hið næsta sér í síðum, hvítum línklæðnaði með ermum.
Hann leggur báðar hendur á veraldarkúluna. Dálítið vita myndirnar á ská
hvor gegn annari. Miðsvæðis í ofanverðu málverkinu getur að líta tákn