Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 5
ÖGURBRÍK 9 einn er í kyrtli einvörðungu. Eru klæði þeirra og einkunnir með ýmsum lit, og höfð bæði gylling, rauður litur, blár, grænn, bleikur, hvítur og brúnn. I þessum bríkarhluta fer talsvert fyrir rauða litnum, einkum í skikkjum, og greind verða blóm í klæðnaði líkneskjanna. í Ögurtöflu fara saman höggmyndalist og málaralist, þannig að hún telst til þeirra bríka sem skilgreindar hafa verið sem „Gesamtkunstwerk" á þýsku. Elsta dæmi um slíka altaristöflu mun vera frönsk tafla frá lokum 14. aldar. Emile Mále hyggur að litlar þrenndarbríkur, franskar, skornar í fíla- bein, séu áar hinna frægu flæmsku þrenndarbríka frá 15. og 16. öld. Saman- burð við líkneskin í Ögurtöflu má hafa þar sem er stytta úr tré, talin vera frá því snemma á 15. öld, í eigu Louvre safns í París. Theodor Múller heldur styttuna niðurlenska og úr altarisbrík. Hún sýnir Jóhannes skírara, sem stendur á ávalri upphækkun, eins og líkneskin í Ögurtöflu. Heldur hann á einkunn sinni, lambinu, og lítur niður fyrir sig. Ekki virðast vera mjög raun- veruleg, sviðræn tengsl milli miðhlutans í Ögurbrík og vængmynda henn- ar, og þetta markar henni miðaldalegan svip. Hinn víðfrægi flæmski málari Roger van der Weyden (um 1399-1464) lét fyrstur verða til fullt samræmi að þessu leyti milli miðhluta og vængja í þrenndarbrík, þegar hann málaði svonefnda Bladelin brík sína, var það líklega upp úr miðri 15. öld, eftir ferð til Ítalíu. Roger vann lengi að list sinni í Brússel og var gerður að borgarmál- ara þar árið 1436. Utan á vinstra væng í bríkinni frá Ögri er málverk sem sýnir heilaga þrenningu. Rökrænt samband mun vera milli dómsdags og heilagrar þrenn- ingar. Hagar hér þannig að Jesús Kristur og guð alfaðir sitja á bekk sem snýr þversum í mynd, brúnum á lit, og er Kristur til vinstri. Er hann í rauðri skikkju og þó nakinn niður til mittis að framan, heldur hann með vinstri hendi við hvíta veraldarkúlu, dálítið gagnsæja, sem er á bekknum milli hans og guðs alföður, en bendir með hægri hendi á síðusár sitt. Kristur er málaður með sítt, dökkbrúnt hár, og vottar fyrir reik í því miðju, og hann er með skegg sem vex um kjálkana og liggur upp að efri vör. Er skikkja hans tekin saman nálægt hálsi, og þar kringlótt næla til festingar. Næst sér er hann í hvítum línklæðum. Umhverfis veraldarkúluna liggur gyllt gjörð á þverveg og önnur er felld yfir hana að ofan, en stór og skrautlegur kross, gylltur, rís upp frá kúlunni. Drottinn, t.h., er síðhærður og hvíthærður, og með mikið hvítt alskegg. A höfði sér hefur hann toppmyndaða, lokaða kór- ónu, gyllta, með litlum, hvítleitum krossi efst. Hann er yst í sterkrauðri skikkju, undir henni í skrautofnum, gulum kyrtli, sem á er dökkt blóma- munstur, og er hið næsta sér í síðum, hvítum línklæðnaði með ermum. Hann leggur báðar hendur á veraldarkúluna. Dálítið vita myndirnar á ská hvor gegn annari. Miðsvæðis í ofanverðu málverkinu getur að líta tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.