Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 38
42 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Berghöldin og tilgangur þeirra Berghöld svipuð þeim og eru í Rútshelli eru algeng í manngerðum hell- um víða um Suðurland en hvergi eru þau jafn mörg. Líklega eru fleiri berg- höld í honum einum en öllum hinum til samans. Dreifing þeirra um vegg- ina virðist óregluleg við fyrstu sýn en er þó ekki alveg handahófskennd. Þau eru á veggjum Aðalhellis eða í gólfinu rétt við þá en ekki í lofthvelfing- unni og mjög fá í meira en 2 m hæð. Sums staðar er eins og þau myndi lóð- réttar raðir sem standast jafnvel á á norður- og suðurvegg. í gamla for- dyrinu fremst í hellinum eru fá berghöld og aðeins þrjú í Stúku. Tilgangur berghaldanna er ekki auðsær. Ef stórgripir hafa verið hafðir í hellinum hafa þeir vafalítið verið bundnir og þá hafa berghöldin komið að góðum notum. Mörg þeirra eru þó of veikbyggð til þeirra hluta og ekki heppilega staðsett. Raunar sjást engin ummerki eftir kýr eða hesta. Enginn flór er í gólfinu og ekki verður séð að básar hafi verið í honum heldur. Þá má velta fyrir sér hvort berghöldin hafi verið notuð til að hengja eitthvað í, t.d. matvöru, fisk og kjöt eða reipi, reiðtygi, klifbera og þess háttar. Það er hugsanlegt um ein- hver þeirra en flest eru þau full neðarlega til þeirra nota, sum í gólfinu sjálfu. Magnús bóndi Eyjólfsson á Hrútafelli gat sér þess til að berghöldin hefðu verið notuð til að strengja húðir á veggina og gera hellinn þannig að vist- legum íverustað fyrir menn. Þetta er frumleg hugmynd. Menn hafa löng- um haft gaman af að tjalda innan híbýli sín og í aldaraðir hafa þær sagnir fylgt Rútshelli að þar hafi menn búið, fyrst Rútur og síðan aðrir „þegar mönnum hefur þótt það hentugra" segja Eggert og Bjarni. Raunar sýnast berghöldin best til þess fallin að halda uppi léttu tréverki sem tjöld eða þilj- ur kynnu að hafa verið fest á. Það er athyglisvert að engar ristur hafa fundist á veggjum Aðalhellis, hvorki stafir né neinskonar tákn. Slíkt er nærri einsdæmi um manngerðan helli sem margir hverjir eru þaktir alskyns veggjaskrift, gamalli og nýrri. Þiljur á hellisveggjum gætu skýrt þetta að einhverju leyti. Milliloft Bitaförin á veggjunum sýna, svo ekki verður um villst, að milligólf hefur verið í Stúkunni. Gólffjalirnar hafa verið í sömu hæð og rúmbotninn en hæðin undir bitana frá hellisgólfi hefur verið 1,7 m, eða rétt mannhæð. Þeg- ar bitunum var komið fyrir er ljóst að þeim hefur verið stungið í holurnar á austurvegg og síðan rennt um grópirnar í sæti sín á vesturvegg. Rúmgott hefur verið þarna á hellisloftinu. Þakliæðin var um 2 m innst en hefur farið lækkandi út gólfið. Ut við munnann hefur hún einungis verið um 30 cm svo ljóst er að ekki hefur verið gengt út úr hellinum þá leiðina en þaðan kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.