Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 107
KIRKJA OG KIRKJUGARÐUR I NESI VIÐ SELTJORN 111 ið um prestskyldarkirkjur og þar sem engin ástæða er til að ætla að Nes- kirkju hafi verið bætt í skrána má hafa þetta sem heimild um að kirkja með lreimilispresti lrafi verið komin í Nesi um 1200. Raunar má telja líklegt að kirkja hafi verið byggð strax á 11. öld í Nesi og að þar hafi verið kominn heimilisprestur fyrir miðja 12. öld en þannig virðist hafa verið um flest stór- býli í landinu. Aðeins einn heill máldagi Neskirkju er til frá miðöldum. Hann hefur staðið í máldagasafni frá tíð biskupanna Oddgeirs, Michaels og Vilchins sem byrjað var að safna í 1367.19 Sú bók, sem kölluð er Hítardalsbók, er að- eins til í ágripi en ljóst er að Neskirkjumáldaginn, sem til er heill í Vilchins- bók frá 1397, er að stærstum hluta afrit af þessum eldri máldaga. Af Vilchinsmáldaganum má ráða að Neskirkja hefur á miðöldum verið dæmigerð stórbýliskirkja.20 Hún var bændakirkja og þar með undir fjár- haldsstjórn bóndans í Nesi en ekki prestsins þar eða biskupsins í Skálholti. Kirkjan var rík að löndum og ítökum en skrúði og bókakostur var liinsveg- ar lítilfjörlegur miðað við kirkjur með jafnmiklar tekjur. Það liefur verið af- sökun bóndans að hann þurfti að halda uppi bæði presti og djákna og tekj- ur af sókninni (tíund og tollar) hafa líklega ekki verið miklar þar sem hún hefur verið lítil. Sóknarstærð kemur að vísu ekki fram í Vilchinsmáldagan- um en samkvæmt vísitatíum frá 17. og 18. öld voru aðeins 5 lögbýli í sókn- inni: Nes, Bygggarður, Bakki, Lambastaðir og Eiði. Þessum jörðum fylgdu síðan hjáleigur og var sóknin fjölmenn mjög á 18. öld en óvíst að jafnþétt hafi verið búið á miðöldum. Þegar Arni Magnússon og Páll Vídalín gerðu jarðabók sína fyrir Seltjarn- arnes árið 1703 töldust kirkjujarðirnar Balcki og Bygggarður byggðar í óskiptu heimalandi Ness21 en samkvæmt Vilchinsmáldaganum átti Nes- kirkja þriðjung í heimalandi, Bakka, Bygggarði og Eiði. Þetta bendir til að öll þessi býli hafi upphaflega byggst úr Neslandi. Þá eru aðeins Lambastaðir eftir af jörðum þeim, sem sókn áttu til Neskirkju, en Ólafur Lárusson hefur fært rök fyrir að þeir muni einnig hafa skipst úr Neslandi, sennilega fyrr en hin býlin.22 Kirkja bóndans í Nesi hefur því fyrst og fremst þjónað honum, fjölskyldu hans og landsetum og þannig verið sannkölluð einkakirkja. Ein- hverntíma á 15. öld eða fyrri liluta 16. aldar komst Nes í eigu Skálholtsstóls og virðist hlutur kirkjunnar í Eiði þá strax hafa gengið undan henni.23 Þegar árið 1556 komst Nes í eigu konungs24 og var hann þar eftir lcirkjubóndinn, eða réttara sagt landsetar, sem oftast voru fyrirmenn, í umboði lians. Engar lýsingar eru til á kirkjunni eða staðsetningu hennar fyrr en á 17. öld. Heimir Þorleifsson hefur fjallað ítarlega um lýsingar á kirkjunni í Nesi frá 17. og 18. öld í Seltirningabók sinni og verður hér aðeins stiklað á stóru og eingöngu fjallað um þau atriði, sem skýrt gætu staðsetningu kirkjunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.