Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 77
UM HEKL Á ÍSLANDI
81
9 mynd a og b. Tvær íslenskar heklunálar, önnur úr hvalskíði, hin úr hvalbeini með tveimur
misstórum krókum. Lengd 13 og 15,4 cm. Byggðasafnið að Görðum á Akranesi, nr 113 og
Byggðasafnið á Skógum, nr. 1348. Teikningar: Bjami Jónsson. Úr Lúðvík Kristjánsson
(1986), bls. 73, 31. mynd og bls. 75, 34. mynd. - Two lcelandic crochet hooks, one fashioned
from baleen, the other from whalebone and with a hook at either end. Trom the Municipal
Museum at Garðar, Akranes, in western lceland, and the Museum at Skógar in southern
lceland. Drawings by Bjarni Jónsson in Lúðvík Kristjánsson (1986), p. 73, Fig. 31, and p.
75, Fig. 34.
Af framangreindu er ljóst að ekki var um nein séríslensk einkenni að
ræða í hekli fyrir aldamótin 1900. Fyrst þegar kom fram á 20. öld fór aðeins
að örla á slíku. Þjóðlegasta heklið mætti sennilega telja sjöl, hyrnur og dúka
úr dregnu38 eða verkuðu togi eins og líka var kallað, sem nokkrar listfengar
tóskaparkonur unnu á fyrri hluta aldarinnar.39 Einnig má nefna lopaábreið-
ur með stjörnuhekli40 sem voru vinsælar á fjórða og fimmta áratug aldarinn-
ar. Ekki verður þeirri iðju þó gerð nánari skil hér þar eð hún fellur utan við
tímamörk ritsmíðarinnar.
Heklunálar
Eins og fram kom í upphafi þessa máls, er hekl unnið með mjög einföldu
áhaldi, svonefndri heklunál. Hér á landi hafa verið notaðar bæði innfluttar
og heimagerðar nálar. Heimasmíðaðar heklunálar voru úr tré, málmi og
beini (7. og 8. mynd), jafnvel úr hvalskíði (9. mynd a), og stundum voru
misstórir krókar hvor á sínum enda nálarinnar (9. mynd b).41 Eina slíka heklu-
nál, íslenska smíð úr beini, átti móðir höfundar; nálin mun enn vera til en
annar krókurinn hefur brotnað af.
Tilvitnanir
* Yfirlit þetta um hekl á íslandi var upphaflega samið á dönsku og flutt sem erindi á málþingi
í Vasa, Finnlandi, í maí 1984, en síðan íslenskað, því breytt og það aukið til birtingar sem
þáttur í riti um íslenska textíliðju frá landnámi til loka 19. aldar í ritröðinni Islensk þjóðmenn-