Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 8
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS gylltan veldissprota með hinni vinstri. Fremst á sprotanum er lilja. María mey er með sporbaugslaga andlit, hátt, hvelft enni, og sítt, dálítið liðað hár, ljósjarpt, sem skiptist í miðju. Hefur hún yfir sér mjög síða, bleikrauða skikkju, sem leggst á gólfinu, en er undir í svartbláum ermakyrtli, brydduð- um gráu loðskinni fremst á ermunum. Bænapúltið sem stendur framan við hana, og lítið eitt sniðhallt, er gulmálað. Nálægt miðju á vinstra enda þess er gert innskot með ífelldri hillu, og sér á litla bók í efra hólfinu, en neðst á púltendanum gengur upp skrautlegt úrtak. Yfir þeirri hlið púltsins sem veit að áhorfanda hangir til hálfs skrautofinn dúkur, gulur og með brúnu munstri blóma, neðst á honum er kögurbrún, mislit, með röð reita, og þeir í rauðum lit, hvítum og bláum. Tíglagólfið liggur á ská inn eftir rnynd og talsvert upp á við, svo að efri brún þess er í miðri hæð, gólfið er ljósgult og með brúnni og fölgrænni skreytingu. Alllangt t.v. í málverkinu rís strendur stólpi, og er op sitt hvorum megin við hann. Bak við stólpann sér inn í sal með ljósgrá- um vegg fjærst og tunnulaga hvelfingu úr tré, setbekkur er meðfram veggn- um, og greinilegt er að salur þessi er stór mjög. Stólpinn er með dökkum, blágráum lit þeim megin sem fram veit, en er ljósblár að aftan. Efst í hægra opinu, sem er bogadregið að ofan, er felld inn járngrind með gotnesku verki, svört á lit. Hægra megin ops rís ferstrendur stólpi. Hvílir á honum bogi, all stór, sem teygist til hægri og skerst við brún myndarinnar þeim megin. Pallræmur, lágar, liggja frá stólpaöklanum út eftir gólfi á tvo vegu. Opið undir boganum skiptist í tvennt í miðjunni, stendur þar gyllt súla frem- ur grönn, samsett á langveg, og í henni þrír þættir. Hún er með gylltu súlu- höfði, og liggja frá því tveir bogar sitt til hvorrar handar. Ofan þeirra, upp að aðalboga, er gerð fylling. Allir þessir ýmsu húshlutar eru úr steini, og þeim valinn ljósgrár og blágrár litur, eins og sagt var, en einnig ljósblár með gráum blæ, og rauðblár. A ferstrenda stólpanum til hægri við járngrindina og á boganum upp frá honum eru upphleyptar brúnir, en innan þeirra og við þær sést lágt upphleypt skraut, sérkennilegt, og verður að því komið. I fyllingunni, sem er með lágt upphleyptum atriðum, má sjá kringlu við miðju, í henni er smágerð mynd konungs, einnig lágt upphleypt. Situr kon- ungur þessi á bekk, snýr fram og heldur á ríkisepli og veldissprota. Lítill skrautrimill gengur niður frá kringlunni að höfði gylltu súlunnar. Inn af þessum bogum, hægra megin í málverkinu, er brúðhjónaherbergi (latína: thalamus), með tunnulaga viðarhvelfingu. Hér er svipað tíglagólf og á framsviðinu og í salnurn. I herberginu stendur rekkja með himni og ársal, er snýr þversum í mynd og eilítið á ská, ársalur, sparlök og rekkju- ábreiða með bleikrauðum lit. Svart klæði þekur vegg til vinstri í herberginu, sem höfðalagið liggur að. Rekkjuhiminninn hangir í taugum neðan úr hvelfingunni. Við sparlak til vinstri er hvít dúfa á flugi, tákn heilags anda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.