Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 25
OGURBRIK
29
14. mynd. Andlit Krists í
krýningarmynd Ögurtöflu.
Ljósmyndastofa Þjóðminjasafns.
Ivar Brynjólfsson.
Talsverður þéttleiki kem-
ur fram í umhverfisform-
um boðunarinnar á vinstra
væng töflunnar frá Ögri.
Önnur form vega upp á móti
þessu, ekki síst hinar þokka-
sælu myndir engilsins og
Maríu. Kringdum herðum
þeirra veitist liðsemd hjá
bogunum og hvelfingunum.
I fatnaði þeirra má greina
stefnu frá vinstri að neðan
og upp á við til hægri, og
sams konar stefna er í vængj-
um engilsins og við veldis-
sprota hans. Persónurnar
tengjast lóðréttum atriðum.
Aftan við jómfrú Maríu get-
ur að líta samsettu súluna, en framhald er þaðan við frambrúnir erma henn-
ar og hornið sem veit fram á bænapúltinu, loks rís lóðréttur húshluti að baki
englinum. Mikil risstefna er í boðunarmyndinni, en endurreisnarformin
draga hér úr. Þar sem gerð er heilög þrenning á vinstra væng, en í því mál-
verki er annars mikið samhvarf urn lóðrétta miðlínu, falla myndir Krists og
guðs alföður innan við oddhvassa, upprétta þríhyrninga. Greind verður aft-
ur slík bygging, stærri þríhyrningur, þegar litið er að ímynd heilags anda,
dúfunni. Með englunum níu er þessi þríhyrningsskipan ítrekuð nokkuð.
Hún er einnig sjáanleg í krýningarmyndinni. I málverkinu af heilagri þrenn-
ingu verður eins konar geil við miðbikið, og sams konar geil má sjá í krýn-
ingarmyndinni miðri, en þar fer síður fyrir slíku. Geil í miðju ljær sérstakan
svip málverki af tilbeiðslu vitringanna sem varðveist hefur frá hendi rneist-
ara Morrisonbríkar. Þessi rnálari kann að hafa verið lærisveinn Quentin
Massys.
Þannig vill til að krýningarmyndin er all skyld myndinni af krýningu
Maríu í Herzebrock. En margt ber reyndar á milli. I Herzebrock myndinni,
þar sem krýningin fer fram innanhúss, er fylgt miðlægri fjarvíddarskipan.