Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 24
28 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og fengu að ráða ferðinni í myndlist. Þar sem segir frá boðuninni hugsar Bonaventura sér að erkiengillinn krjúpi. Er það sögð vera nýjung sem lista- menn Ítalíu taka upp, og þaðan á þessi háttsemd að hafa borist norður um álfuna. Samt sést engillinn á hnjám í Silos klaustri á Spáni þegar upp úr 12. öld. Aðrar bækur sem orkuðu á myndfræðilegan skilning eru „Biblía hinna fátæku" og „Spegill mannlegrar endurlausnar." Vegna boðunarmyndar Ögurbríkar, þar sem engillinn beygir eilítið annað hnéð, er þess virði að skyggnast um meðal skyldra mynda um boðunina, þar sem Gabríel er vinstra megin í mynd en jómfrú María hægra megin. A vegi verður síða í gömlu handriti í Metropolitan safninu, handritið nefnt „Belles Heures du Jean, Duc de Berry." Er Berry hérað milli ánna Leiru og Creuse. Limbourg bræður lýstu handrit þetta. Gerð er hér boðun Maríu, myndin frá 1410. Hún er forkunnar vel máluð og þétt skrautið kringum hana glæsilegt. Grönn súla skiptir myndinni í tvennt. Kemur upp í hugann bolur gylltu súlunnar í boðunarmynd Ögurtöflu. Er hann annars eins og súlubolur í gotneskri kirkju í boðunarmynd frá 1442-1445, sem á heima í franskri listasögu og er eftir svonefndan meistara Aix boðunar. Súlur þessar hafa sennilega táknrænt gildi. Meðan María guðsmóðir gekk með son sinn Jesú á hún að hafa gripið utan um súlu. Súlan sem Kristur var húðstrýktur við tengist henni. Þá má telja Mérode altaristöfluna, sem er þrenndarbrík eftir Flémalle meistarann, ef til vill frá 1425, hina miklu Gent brík Jan van Eycks, sem er reyndar talin eftir þá bræður Hubert og Jan, sennilega frá 1432, fleira en eitt verk eftir Roger van der Weyden, og hér miðhluti þrennd- arbríkar í Louvre, sem og Columba taflan eftir hann í Munchen, dóms- dagstafla hans í Beaune, frá því fyrir 1452, og mynd í Metropolitan safninu. I þessum hóp á heima boðunarmynd eftir Dirk Bouts í Prado safni í Madrid, og önnur eftir Petrus Christus (d. 1473 eða 1474), hún í Berlín. Loks sakar ekki að geta um boðunarmynd eftir Hans Memling frá 1482, sem Metro- politan safnið á. I vængjamyndum Ögurbríkar birtist hugsæi. Að því leyti eiga þær eitt- hvað skylt við list Dirk Bouts. Þær virðast tengjast síðgotneskri málaralist Þýskalands. Það sem ég leyfi mér að nefna tjástefnu í þessu sambandi segir einkum til sín í mynd heilagrar þrenningar, þar sem blasa við grænn him- inn og sterka birtu leggur frá hvítu dúfunni. Nokkur tengsl sjást við list þýsku málaranna Lucasar Cranach og Matthíasar Grunewald, sem voru samtímamenn þess sem málaði vængmyndir Ögurtöflu. Er Isenheim bríkin eftir Grúnewald sögð vera síðasta mikla altarisbríkin í gotneskri hefð. Loks virðist mér vel við hæfi að minnast á enn einn þýskan málara þessara tíma, Friedrich Herlin (d. 1500). Virðist hann þekkja til listar Dirk Bouts og Roger van der Weydens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.