Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 92
96 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ekki ber myndin með sér hvaða atburður þetta er. Hún er ódagsett og ómerkt, þótt handarverk Gröndals leyni sér ekki, en ekki er við að búast að þetta sé tilbúinn atburður listamannsins. Enda er hér um raunverulegan at- burð að ræða, sem getið er í samtímaheimildum. Skipsbrunans er getið í blöðum, í Isafold 2. júní árið 1900, daginn eftir að hann varð, og í Reykvíkingi blaði Valtýs Breiðfjörðs, en þó ekki fyrr en 1. júlí. Frásögn Isafoldar er ítarleg og skal hún til gamans og fróðleiks tekin upp hér öll, þar sem hún kemur svo vel heim við myndina. I Reykvíkingi gætir nokkurrar beiskju í garð yfirvalda yfir því að ekki skyldi skörulegar gengið fram í að bjarga því sem hægt hefði verið af farmi skipsins, en hann virðist allur hafa ónýtzt. Frásögn Isafoldar er svohljóðandi: „Skipsbruni. Reykvíkingar gátu fátíða sýn að sjá í gærmorgun, er þeir komu á flakk: skip í ljósum loga hér á höfninni. Það var gufuskipið Moss (163 smál., skipstj. B. Eriksen), er hingað var komið í fyrra dag frá Mandal með timburfarm, er fara átti sumt hingað og sumt til Olafsvíkur og Hvammsfjarðar. Það ætlaði inn að Kirkjusandi í gær með nokkuð af farminum, tilhöggvið timburhús, fiskgeymsluhús, handa Th. Thorsteinsson konsúl og hafði því verið kynt undir gufukatlinum í fyrri nótt. Hafði milligerð milli eldstóar og kolastíu verið úr tré og hún líklega heldur fornfáleg; það er nú úrelt og bann- að í nýrri skipum. Hefir kviknað þaðan í kolunum. Kvað hafa borið á því einu sinni áður í vor á siglingu, en tókst þá að slökkva. Nú fundu skipverjar eigi fyr en eldurinn var orðinn býsna-magnaður og fengu í sama mund vísbending frá herskipinu Heimdalli, er lá á höfninni, um að forða sér hið bráðasta, vegna hættu frá gufukatlinum, ef hann spryngi. Þeir fóru og hröðuðu sér því burt á uppskipunarbát, sumir fáklæddir, og mistu fatnað sinn og farangur allan. Gerð var í sama mund tilraun frá Heimdalli að slökkva, með gufuslökkvi- dælu herskipsins, en það varð árangurslaust. Stóð skipið brátt í björtu báli, ásamt bátum þess og trjáviðnum á þilfarinu. Með því að mikill bagi hefði að því orðið og skemd á höfninni, ef skipið hefði sokkið þar, sem það lá, fekk bæarfógeti Heimdellinga til að fara og losa um akkerisfestina. Rak þá skipið, eins og til var ætlast, upp að Örfiris- eyarsporði, og staðnæmdist þar, er það kendi niðri. I sama mund gerði yfirmaður á Heimdalli það fyrir orð konsúlsins norska, hr. Th. Thorsteinssons, að hann lét skjóta 4 sprengikúlum á skipið, í því skyni að hleypa í það sjó, til þess að stilla eldinn, áður en það brynni alt til kaldra kola. Varð að því lítið lið, með því að skipið var úr furu og alt vatnsósa, svo að því var líkast sem kúlurnar kæmu í kvoðu eða njarðarvött. Hvert slíkt skot kostar 30 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.