Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 134
138 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS framtíðar. Áætíað var að loka sýningum aftur um haustið en það var ekki gert. Verður nú gerð grein fyrir þeim sýningum sem opnaðar voru: Sýning í fornaldarsal var endurnýjuð að veru- legu leyti þó ekki væri ráðist í breytingar á skápum nema hvað þeir voru málaðir og klæddir að nýju. Þá var lýsing lagfærð lítils háttar í salnum. Vefjar- og amtmannsstofur héldust að miklu leyti óbreyttar, þó var endurgerður sýningarskápur á milli þeirra. Framan við baðstofu var sett upp sýning um matargerð og matarvenjur auk þess sem þar er fjallað stuttlega um íslenska torfbæinn. I kirkjudeildum var safngripum raðað upp á nýtt að vissu marki en mest varð breyting í Péturskirkju þar sem íslenskum kirkjugripum var komið fyrir á nýjan leik. Hins vegar varð að loka bæði safni Jóns Sigurðssonar og Vídalínssafni og í þeim stofum eru nú geymslur til bráðabirgða. Öll sýningargerðin var í höndum starfsmanna safnsins nema hvað smiðir unnu um tíma við lagfæringu skápa og uppsetningu muna. Sérsýningar Myndadeild setti upp sýningu í Bogasal á óþekktum myndum Bjarna Kristins Eyjólfssonar ljósmyndara sem stóð 8.-21. júní. Slíkar sýningar eru settar upp í þvi augnamiði að leita eftir upplýsingum safngesta um myndefnið. Þær auka gildi myndasafnanna þegar vel tekst til og á þessari reyndist unnt að greina nokkurn hluta myndanna. Á Þjóðminjadaginn 9. júlí var opnuð sýningin Mannamyndir íslenskra listamanna frá 17. -19. öld í Bogasal að viðstöddum menntamálaráðherra. Á henni gat að líta valdar myndir sem lang- flestar eru í eigu Þjóðminjasafns en Listasafn Islands lánaði nokkrar myndir á sýninguna eftir Helga Sigurðsson. Inga Lára Baldvinsdóttir, Halldór J. Jónsson, Margrét Gísladóttir og Árni Guðmundsson unnu að gerð sýningarinnar en Steinþór Sigurðsson listmálari hannaði hana. Sýningin stóð til októberloka. 1. desember var opnuð jólasýning safnsins í Bogasal sem að þessu sinni bar heitið Jólaljós. Þar var gerð grein fyrir ljósanotkun við jólahald, allt frá tólgarkertum til aðventukransa og að- ventuljósa nútímans. Safnið auglýsti í október eftir jólaljósum í fjölmiðlum og barst talsvert af þess háttar efni til safnsins, bæði fengnu að láni og eins voru safninu færð að gjöf ýmis ljós og ljósaseríur. I Bogasal var einnig komið fyrir jóladagatali þar sem íslensku jólasveinarnir þrettán voru í aðalhlutverki. Vakti dagatalið rnikla hrifingu barna á öllum aldri. Margrét Gísladóttir og Lilja Árnadóttir sáu um gerð sýningarinnar og nutu við það aðstoðar Gróu Finnsdóttur, Árna Guðmundssonar, starfsfólks myndadeildar og Árna Björnssonar sem gerði sýningartexta. Á Nikulásarmessu var samkoma í forsal safnsins þar sem boðið var vinum og velunnurum safns- ins. Við það tækifæri kveikti menntamálaráðherra Björn Bjarnason á jólatrénu sem að þessu sinni var skreytt útskornum piparkökum. Óskaði menntamálaráðherra og kona hans Rut Ingólfsdóttir eftir því að tréð fengi þann búning. Við athöfnina söng bamakór Grensáskirkju nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Islensku jólasveinarnir heimsóttu safnið dagana fyrir jólin svo sem venja hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni var umsjón með þeirri dagskrá í höndum Möguleikhússins og hafði það fengið Guðna Franzson tónlistarmann sér til full-tingis. Árni Björnsson hafði yfirumsjón með jólasveinaheimsóknum. í safnið komu 23.052 gestir það rúma hálfa ár sem var opið, þar af 4.315 skólanemar og 3.100 á jólasýningu. Skráning og varðveisla safngripa Á árinu vann Skeggi hf. á Bakkafirði áfram að tölvusetningu á skrám safnsins og í árslok höfðu verið sett rúmlega 12000 gripanúmer inn á tölvu. Vonir standa til að halda þeirri vinnu áfram á nýju ári og að unnt verði að hefja skráningu safngripa af kappi. Á árinu voru 3 mjög gömul afspilunartæki og eitt upptökutæki („fónógrafar") send til við- gerðar til Johannesar Ankers á Borgundarhólmi. Hann er verkfræðingur og áhugamaður um slík tæki og manna fróðastur um gerð þeirra. Tækin komu til baka ásamt greinargóðri skýrslu og skráningu. Þá var unnið að flutningi safngripa x geymsluna við Holtagarða. Var skipulagning og fram- kvæmd flutninganna í höndum Árna Guðmundssonar, Halldóru Ásgeirsdóttur og Kristins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.