Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að þau séu með vissum raunsæisblæ, vel er á öllu haldið, og þau eru tignar-
leg útlits. Auðséð þykir mér að myndskerinn styðjist við gamla hefð. Þótt á
undningi beri og sveigjum hljóta hin rólegu átök í líkneskjunum að tengja
þau við franska höggmyndalist miðalda. Bríkin frá Ögri virðist niðurlensk,
eins og að verður komið, en rétt er að muna að tengsl héldust á miðöldum
milli franskra myndhöggvara og vinnustofa fyrir höggmyndalist í sunnan-
verðum Niðurlöndum. Um vegnun þessarar listgreinar í Norður-Evrópu
segir Erwin Panofsky í þekktu riti sínu um gamla, niðurlenska list, sem út
kom 1953, að þar gæti ekki ítalskra áhrifa fyrr en á 16. öld. Þróun í greininni
var furðu vel hliðstæð þróun í málaralist og bókaskreytingu, en þar fór hins
vegar fyrir skerf frá Italíu.
Öllum mun koma saman um að eldtungustíllinn gotneski nálgist um
margt leiklist og leikhúsleg sjónarmið. í miðhluta Ögurbríkar bera litir og
gylling vott um skrautgirni, og súlurnar og flúrverkið milli þeirra gefa stytt-
unum leikrænan svip. Stóru líkneskin í miðhólfinu, guð alfaðir og Jesús
Kristur, standa þétt saman á ávalri, grænmálaðri upphækkun, sem er tákn
jarðar, og stellingar þessara persóna samlagast með eindæmum vel stelling-
um hinna líkneskjanna. Súluundningarnir vega hér sem árétting. Kristur,
sem snýr nokkuð til vinstri, er með sítt, liðað hár, svart, og reik í hári miðju,
og svart alskegg, liðað, er hann með skikkju, rauða og gyllta að utan, bláa
að innan. Hann er berfættur, og á fótum hans naglasár, skikkjan þekur ekki
bringuna, þar sem sjá má síðusárið vinstra megin. Drúpir Kristur höfði,
blessar með hægri hendinni, og heldur á rauðum veldishnetti, með tveimur
gylltum gjörðum sem liggja í kross, í vinstri hendinni. Guð alfaðir, ívið
hærri á vöxt, snýr einnig lítið eitt til vinstri. Hann er með sítt, svart hár, lið-
að, og mikið liðað alskegg, svart, sem liggur niður á bringu, en grænlit slikja
á hári og skeggi. Hefur hann stóra, gyllta kórónu á höfði sér, er klæddur síð-
um, bláum kyrtli, og er yfir honum í skikkju, gylltri að utan en bleikri að
innan, sem tekin er saman um haft ofarlega að framanverðu. Heldur guð al-
faðir á rauðu krossmarki í hægri hendi sér, þétt ofan við kúluna, en grípur
vinstri hendi í skikkju sína. Málaður er húðlitur á bæði líkneskin, augu eru
máluð og augabrýr, og varir. Meðal smærri líkneskjanna fer fyrir ýmsum
stellingum, og þau horfa á ýmsa vegu, standa á ávalri upphækkun, grænni,
jarðartákninu, og sést á nokkrum stöðum í bera fæturna. Við þau eru gerðar
viðhlítandi einkunnir helgra manna, en skemmdir torvelda greiningu. Átta
halda á bók, og verður að ætla að áhersla sé hér lögð á hugleiðingu fremur
en athafnir. Mennirnir eru flestir skeggjaðir, og yfirleitt dökkir á hár og
skegg, augu eru máluð, augabrýr og varir, og húð. Hár og skegg er liðað á
mörgum þeirra, einnig hrokkið, og víða er þarna sjáanleg bláleit slikja. Þeir
eru búnir kyrtlum og hafa flestir yfir sér skikkju, einn er skrýddur hökli, og