Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 4
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að þau séu með vissum raunsæisblæ, vel er á öllu haldið, og þau eru tignar- leg útlits. Auðséð þykir mér að myndskerinn styðjist við gamla hefð. Þótt á undningi beri og sveigjum hljóta hin rólegu átök í líkneskjunum að tengja þau við franska höggmyndalist miðalda. Bríkin frá Ögri virðist niðurlensk, eins og að verður komið, en rétt er að muna að tengsl héldust á miðöldum milli franskra myndhöggvara og vinnustofa fyrir höggmyndalist í sunnan- verðum Niðurlöndum. Um vegnun þessarar listgreinar í Norður-Evrópu segir Erwin Panofsky í þekktu riti sínu um gamla, niðurlenska list, sem út kom 1953, að þar gæti ekki ítalskra áhrifa fyrr en á 16. öld. Þróun í greininni var furðu vel hliðstæð þróun í málaralist og bókaskreytingu, en þar fór hins vegar fyrir skerf frá Italíu. Öllum mun koma saman um að eldtungustíllinn gotneski nálgist um margt leiklist og leikhúsleg sjónarmið. í miðhluta Ögurbríkar bera litir og gylling vott um skrautgirni, og súlurnar og flúrverkið milli þeirra gefa stytt- unum leikrænan svip. Stóru líkneskin í miðhólfinu, guð alfaðir og Jesús Kristur, standa þétt saman á ávalri, grænmálaðri upphækkun, sem er tákn jarðar, og stellingar þessara persóna samlagast með eindæmum vel stelling- um hinna líkneskjanna. Súluundningarnir vega hér sem árétting. Kristur, sem snýr nokkuð til vinstri, er með sítt, liðað hár, svart, og reik í hári miðju, og svart alskegg, liðað, er hann með skikkju, rauða og gyllta að utan, bláa að innan. Hann er berfættur, og á fótum hans naglasár, skikkjan þekur ekki bringuna, þar sem sjá má síðusárið vinstra megin. Drúpir Kristur höfði, blessar með hægri hendinni, og heldur á rauðum veldishnetti, með tveimur gylltum gjörðum sem liggja í kross, í vinstri hendinni. Guð alfaðir, ívið hærri á vöxt, snýr einnig lítið eitt til vinstri. Hann er með sítt, svart hár, lið- að, og mikið liðað alskegg, svart, sem liggur niður á bringu, en grænlit slikja á hári og skeggi. Hefur hann stóra, gyllta kórónu á höfði sér, er klæddur síð- um, bláum kyrtli, og er yfir honum í skikkju, gylltri að utan en bleikri að innan, sem tekin er saman um haft ofarlega að framanverðu. Heldur guð al- faðir á rauðu krossmarki í hægri hendi sér, þétt ofan við kúluna, en grípur vinstri hendi í skikkju sína. Málaður er húðlitur á bæði líkneskin, augu eru máluð og augabrýr, og varir. Meðal smærri líkneskjanna fer fyrir ýmsum stellingum, og þau horfa á ýmsa vegu, standa á ávalri upphækkun, grænni, jarðartákninu, og sést á nokkrum stöðum í bera fæturna. Við þau eru gerðar viðhlítandi einkunnir helgra manna, en skemmdir torvelda greiningu. Átta halda á bók, og verður að ætla að áhersla sé hér lögð á hugleiðingu fremur en athafnir. Mennirnir eru flestir skeggjaðir, og yfirleitt dökkir á hár og skegg, augu eru máluð, augabrýr og varir, og húð. Hár og skegg er liðað á mörgum þeirra, einnig hrokkið, og víða er þarna sjáanleg bláleit slikja. Þeir eru búnir kyrtlum og hafa flestir yfir sér skikkju, einn er skrýddur hökli, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.