Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 101
KIRKJA OG KIRKJUGARÐUR I NESI VIÐ SELTJORN
105
nýju við þá mynd sem þegar hafði fengist. Niðurstöður viðnámsmælingar
eru sýndar á 2. mynd og kemur kirkjugrunnurinn þar fram.
Uppgröftur. Skurðurinn var kallaður ND en skurðir þeir sem Vilhjálmur
Ö. Vilhjálmsson gróf 1989 höfðu fengið heitin NA, NB og NC. Skurðinum
var valinn staður þannig að hann gæti gefið vísbendingar um hlutverk tóft-
arinnar sem sést á yfirborði inni á lóðinni Neströð 7, um takmörk kirkju-
garðsins vestantil og um eðli „rústar 2" sem jarðsjármælingar höfðu þótt
benda til að væri vestan við tóftina. Um „rúst 2" er það að segja í stuttu
máli að engin merki sáust um hana í skurðinum.
Skurður ND var 12,20 m langur og 1 m breiður. Staðsetning hans er sýnd
á 5. mynd. Mannvistarlögum og mannvirkjum voru gefin hlaupandi númer
og er vísað til þeirra í meginmáli auk þess sem þau eru sýnd á 3. mynd.
Uppgröfturinn fór fram dagana 4.-11. júlí 1995.
I vesturenda skurðarins var fljótlega komið niður á grjóthlaðinn garð (3).
Garður þessi er vel hlaðinn af meðalstóru grjóti og hefur ekki verið mjög
hár því hann er ekki nema rúmlega 0,6 m breiður neðst. Svo heppilega vildi
til, að skurðurinn lenti beint á suðvesturhorni garðsins og sjást í skurðinum
um 2,5 m af suðurhliðinni og 1 metri af vesturhliðinni. Af garðinum standa
enn þrjú til fjögur umför og er fjórða umfarið á suðurhliðinni úr frekar litlu
grjóti. Hugsanlegt er, og raunar líklegt, að suðurhliðin og vesturhliðin hafi
ekki verið hlaðnar við sama tækifæri því hleðslan gengur ekki saman og er
meira af smágrjóti í suðurhliðinni. Ekki er gott að segja hvor hliðin hefur
verið hlaðin fyrr, en líklegra að það hafi verið vesturhliðin, þar sem hún
nær lítillega lengra niður en suðurhliðin. Suðurhliðin sýnist skera torf-
blandað moldarlag, lag nr. 10, sem er sennilega ættað úr veggnum nr. 7 (sjá
síðar), og bendir það til, að áður en byrjað var að hlaða garðinn, hafi verið
grafið fyrir honum niður á um 0,2 m dýpi. Ekki sáust neinar vísbendingar
um að garður hafi verið á þessum stað áður en þessi var byggður. Það verð-
ur þó ekki útilokað vegna þess hve rannsóknarsvæðið var takmarkað. Suð-
urhliðin snýr heldur norðar en rétt vestur en hefur hinsvegar sömu stefnu
og veggurinn og stéttin nr. 7-9 og grafirnar nr. 13-19 og bendir það til að
garður þessi standi í sambandi við kirkjuna eða hafi a.m.k. verið hlaðinn
með hliðsjón af stefnu hennar. Þegar hitaveituskurður var grafinn meðfram
Neströð 1979 kom í ljós grjótgarður vestan við grafirnar og er það greini-
lega sami garður og nr. 3.15
Ofan á, og til hliðar við, grjótvegginn nr. 3 voru tvö moldarlög og neðar-
lega í því neðra (nr. 4), vestan við vegginn, fannst krítarpípubrot Nes95081:A
(4. mynd). Brotið er með merki sem bendir til að pípan lrafi verið framleidd
í Gouda í Hollandi á 18. öld. Það gefur til kynna að veggurinn geti ekki