Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 51
EGYPSKU MUNIRNIR í DÁNARGJÖF WILLARDS FISKE
55
artöflunum, sem lagðar voru í grafir hjá hinum látnu, kom fram nafn, ætt
og staða hins látna ásamt fyrirbænum og öðru sem kom honum að notum
í næsta lífi.
5. Gifsafsteypa af óþekktri minningartöflu frá tímum Ptólemaíættarinnar
eða rómverskum tíma. Hún sýnir hinn látna færa tveim guðum og tveim
gyðjum fórnir. Guðirnir eru líklega Hórus og Osíris. Sú gyðjan sem stendur
nær þeim látna er að öllum líkindum Isis, en ekki er ljóst hver hin er. Platan
er ofurlítið rauðleit, 15 cm að lengd 10,5 að breidd og 0,8 að þykkt.
6. Gifsafsteypa af óþekktri minningartöflu frá tímum Ptólemaíættarinnar
eða rómverskum tíma. Hún er upphleypt, 16 cm að lengd, 7,9 cm að breidd,
1 cm að þykkt og hefur brotnað í tvennt og verið límd saman.
7. Minningartafla um Pediashakhet son Djedhor frá 7. öld f.Kr. eða yngri.
Taflan er úr tré og máluð á gifsundirlag. Hún er bogadregin að ofan og sýn-
ir hinn látna færa fórnir. Efst á töflunni breiðir gammurinn, tákn verndar-
guðsins Nekhbet, úr vængj-
um sínurn eins og oft er á
minningartöflum. Þar fyr-
ir neðan er blár flötur sem
sýnir tvo apa í bát með sól-
disk á milli sín. A sóldisk-
inum er tordýfill. Til hlið-
ar við apana eru tvö kynja-
dýr í fuglslíki með manns-
hendur. Þetta eru svokall-
aðir sálarfuglar en þeir eru
tákn hins látna.
A aðalmyndfletinum er
hinn látni ásamt tveim guð-
um. Til hægri er líklega
Atum en til vinstri Osíris.
Báðir guðirnir bera was-
staf, tákn hagsældar og vel-
farnaðar, í annarri hendi
en ankh, tákn lífsins, í hinni.
A milli hins látna og guð-
2. mynd. Gripur nr. 7. Graf-
tafla frá 7. öld f. Kr.eða yngri.
Ljósmyndastofa
Þjóðminjasafns.
Ivar Brynjólfsson.