Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 105
KIRKJA OG KIRKJUGARÐUR í NESI VIÐ SELTJÖRN
109
urnar eru eldri en veggurinn nr. 7-9 en sennilega allar frá sama tímabili og
sú með upphækkaða kistulokinu er tæplega eldri en frá fyrri hluta 18. aldar.
Sennilegasta túlkunin á þessum leifum er því sú að elstu kisturnar geti ekki
verið eldri en frá seinni hluta 17. aldar, flestar sennilega frá fyrri hluta 18.
aldar nema kannski holrýmið sem gæti verið yngra en veggurinn nr. 7-9
sem er þá frá miðbiki 18. aldar.
Þegar grafið var niður milli nr. 3 og nr. 9 var undir torfblandlaginu nr. 10
komið niður á allþykkt (0,5-0,6 m) lag af þéttri grábrúnni leirblandaðri mold
(11) . Það hefur hlaðist upp á löngum tíma en allan þann tíma úr einsleitu
efni með torf- og sótlinsum, sem tengist frekar mannaferð heima við bæ en
kirkjugarð.
Undir þessu lagi vestantil var komið niður á bleikt og hart móöskulag
(12) , sem er greinilega öskuhaugur frá bæjarhúsum í Nesi. Austan við þetta
lag er grjótlögn (21), sem lá þvert á skurðinn. Aðeins tvö umför af steinum
eru eftir í grjótlögn þessari og eru steinarnir ekki þykkir og frekar flatir.
Steinarnir eru í ljósari mold en finnst í lögunum til beggja hliða. Líklegt er
að þetta sé grjótveggur af svipaðri gerð og nr. 3 en ekki er óhugsandi að um
illa lagða stétt sé að ræða. Ef svo er þá hefur verið bætt í hana steinum smátt
og smátt eftir því sem hún sökk í drulluna, sem þarna hefur verið. Grjót-
lögnin nr. 21 hefur lítillega aðra stefnu en grafirnar nr. 13-19, veggurinn og
stéttin nr. 7-9 og grjótgarðurinn nr. 3, en það munar þó ekki svo miklu að
það útiloki að lögn þessi standi í samhengi við kirkjugarðinn. Hinsvegar er
hún á svo miklu dýpi að hún hlýtur að vera miklu eldri en grafirnar sem sá-
ust í skurðinum.
Vestan við grjótlögnina nr. 21, undir nr. 11 og nr. 12 er kolsvart en mjög
mjúkt lag (20). Það er úr svipaðri blöndu af mold og leir og nr. 11 en með
miklu meira af kolum og sóti, sem hafa litað lagið. Ekki fundust neinir gripir
í laginu. Lag þetta hefur öll einkenni gólfs önnur en hvað það er mjúkt og
verður að telja líklegt að það hafi orðið til í nánd við eldstæði. Austan við
grjótlögnina nr. 21 er sambærilegt lag en að mestu án eldsmerkja (22).
Lausafundir. Alls komu í ljós við uppgröftinn 541 gripur fyrir utan dýra-
bein. Langflestir, eða 474, fundust í efstu lögunum nr. 1-2 og 4. Fundasafnið
er í heild af venjulegasta tagi og engir gripir fundust, sem teljast geta sér-
staklega markverðir. Samsetning fundasafnsins er dæmigerð fyrir tilvilj-
anakennda dreifingu rusls í hlaði og kringum bæjarhús. Megnið af gripun-
um er af allra venjulegasta tagi frá 18. og 19. öld. Mjög lítið var af gripum
frá 20. öld og bendir það til að mjög hafi dregið úr umsvifum á þessu svæði
einhverntíma á 19. öld.
Hæst hlutfall af lausafundum á m3 var vestast í skurðinum og minnkaði
síðan jafnt eftir því sem austar dró, fyrir utan nr. 8 þar sem hlutfallið var