Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Myndin utan á
hægra væng: krýning
Maríu.
Ljósmyndastofa
Þjóðminjasafns.
Ivar Brynjólfsson.
báðum þessum stúfsúlum, og efst er á þeim toppmyndað skrautatriði, gyllt.
Sitt hvorum megin í mynd hangir rautt tjald á ská niður til beggja hliða að
baki hásætinu, og samlitt tjald er strengt þversum við myndbrúnina að ofan,
skrautbekkur er við neðri brún þvertjaldsins, með bláum reitum, hvítum,
rauðum og gulum. Dökk, mógræn ábreiða með svartleitu blómamunstri
hangir niður undan bekknum og yfir innanvert bak hásætisins, en að baki
því er hafður dimmrauður grunnur. Kóróna Maríu líkist kórónum í þýskri
myndlistarhefð, og sama verður sagt um ýmis gyllt atriði á bríkarvængjunum.
Rekist verður á sams konar gylltar kórónur í gamalli franskri bókmálun.
A miðjum hægra væng innanverðum er gerð María guðsmóðir sem held-
ur á sveininum Jesú í fanginu. Er myndin stór og aðalatriði málverksins sem
vænghlið þessa prýðir. María stendur á mánasigð, gylltri, liggur sigðin
þversum neðst og vita oddar upp. Snýr jómfrú María lítið eitt til vinstri, hef-
ur barnið á hægra handlegg, og þétt við barm sér, og styður við fætur þess
með vinstri hendi. Höfuð Maríu er eins útlits og á hinum málverkunum þar
sem hún er sýnd, og skipting gerð í miðju hári. Hún er klædd síðum, dökk-
rauðum kyrtli með víðum ermum, og er í svörtu fati hið næsta, hálsmál kyrt-