Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 12
16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS er í efra horni t.v., á borðanum við þessa mynd má lesa „sanctus iohanes". I hægra horni að ofan er engill í fölbleikum kyrtli, er hann með gyllta vængi og ljóst, brúnleitt hár, á borðanum stendur: „sanctus mateus". Loks er gert í hægra horni að neðan vængjað, gyllt naut, þrátt fyrir skemmdir verða hér greindir tveir bókstafir: „sa." Mánasigðar voru mjög vinsælar áður fyrr. Tangarhaldið sem jómfrú María hefur á barninu og stellingar handleggja hennar minna á franska hefð. Ekki verður annað sagt en þessi Maríumynd sé með afbrigðum glæsileg. Eins og í hinum málverkunum fellur ljós hér inn frá vinstri hlið. Sumarið 1963 fékk Þjóðminjasafnið gagnlegt og uppörvandi bréf frá stofn- un í Brussel sem helguð er rannsóknum á flæmskri list frá tímum hinna frumstæðu málara sem svo eru nefndir. Ritar bréf þetta Micheline Sonkes, vísindalegur samstarfsaðili við stofnunina. Fjallað er stuttlega um málverkin á vængjum Ögurbríkar. Af þessari greinargerð verður að álykta að þau eigi heima í list Niðurlanda, og bent er á að halda mætti vegna vissra atriða að þau væru frá því snemma á 16. öld, eða nánar tiltekið frá um 1520. Er sagt að höfundur vængjamyndanna virðist vera undir áhrifum frá Dirk Bouts og Quentin Massys, og kynnu myndirnar að tengjast belgísku borginni Louvain. Látið er í ljós að eitthvað í þeim eigi við svonefndan meistara Morrisonbríkar. Kista Ögurtöflu er smíðuð úr eik, og segir bréfritarinn að slíkar töflukistur séu nær allar flæmskar. Dirk Bouts og Quentin Massys eru heimsfrægir málarar og skal vikið að þeim. Dirk Bouts mun fæddur um 1415 og hann deyr 1474. Virðist sem hann sé frá Haarlem, þ.e. Hollendingur, en hann starfaði lengi í Louvain, þar sem hann var kjörinn borgarmálari árið 1468. Fyrra nafn hans er ritað með ýmsu móti, sést rithátturinn Thierry, Dieric og Dirc, og einnig Dirk. Eins og fróðir menn hafa tilgreint auðkennir list hollenskra málara einföld og beinskeytt samlögun mynda, ágæt tónameðferð og mjög góð lýsing. A hinn bóginn virðist sem fyrir verði meira þýðlyndi og ljóðræna ef skoðuð er málaralist Flæmingja. Þeir eignast fyrr afburða málara en Hollendingar. Quentin Massys (nafn hans sést öðru vísi ritað) var uppi frá 1466 til 1530 og fæddist ef til vill í Louvain. Því er ekki að neita að málverk Ögurtöflu mega lítið eitt hrjúf teljast og þau koma ekki frá hendi nafntogaðs meistara. í þeim má greina þýskan þátt, ef að er gáð, og virðist sem flest verkin sem hægt er að hafa til samanburðar í þýskri list séu nokkurn veginn frá sama tímabili, en þar skortir nákvæma aldursákvörðun. Hin myndræna stefna í málverkum töflunnar er niðurlensk, eins og Sonkes bendir á. Um leið gerir hér vart við sig tjástefna (enska: expressionism), og kemur það vel fram í þrenn- ingarmyndinni. Ekki víkur Micheline Sonkes að neinum tengslum við þýska list í ofannefndu bréfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.