Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 15
ÖGURBRÍK
19
í Beaune í Búrgúnd, í dómsdagstöflunni eftir Memling í Gdansk, og í mál-
verki eftir Bouts sem nefnt er eftir Granada. í boðunarmynd Ögurbríkar er
nokkur aðskilnaður milli framsviðs og þess sem tekur við að baki. Sú tilhög-
un minnir á vinnubrögð Roger van der Weydens. Tveir slíkir lóðréttir fletir
eru í þrenningarmyndinni og telja má þrjá í krýningu Maríu. List van der
Weydens markast af trúarhita og verðugri reisn, en jafnframt af greiningu.
Hún hafði mikil áhrif, bæði innan Niðurlanda og utan. Dirk Bouts, sem
segja má að aðhyllist Roger van der Weyden, fetar nokkuð síður veg raun-
sæis en hann. Um list Bouts segir Wolfgang Schöne að hreyfing persóna sé
þar lítt áberandi en þeim mun ríkari verði hin myndræna merking. Þetta á
vel við um málverkin í Ögurtöflu. Hjá Dirk Bouts lætur að sér kveða frá-
sagnargleði og nákvæmni. Hins vegar er ekki fjarri lagi að segja að hann
máli samkvæmt tjástefnu. Verk hans höfðu víða áhrif og auðsætt þykir að
þýskir málarar hafi dáð þau.
I mynd heilagrar þrenningar horfir Kristur nokkurn veginn út úr mynd-
inni og að þeim sem skoðar. Panofsky víkur að þessu atriði, að horft sé út
úr mynd, þegar hann ræðir Columba bríkina í Múnchen, þrenndarbrík sem
Roger van der Weyden
málaði og þykir frábært
listaverk. Þessi Irátt-
semd, segir Panofsky,
er ekki gotneskrar ætt-
ar, og rekur hann upp-
haf hennar til Italíu,
þar sem myndir af þessu
tagi sjást þegar á 14.
öld. Leon Battista Alberti
(1404-1472), hinn merki
höfundur um fjarvídd,
mælti með slíku. Ekki
er alveg loku fyrir það
skotið að Kristsmynd-
in í þrenningarmálverk-
inu sé sjálfsmynd mál-
arans, en hér er ekki
auðvelt að dæma og
8. mynd. Tilbeiðsla vitring-
anna. Quentin Massys.