Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 139
ÁRSSKÝRSLA 1995
143
Safnkennari sótti alþjóðaráðstefnu ICOM í Stafangri, einnig heimsótti hann söfn í Finn-
landi.
Eftir að áfanga í viðgerð safnhússins lauk var kennslustofan lagfærð nokkuð sem nauðsyn
var til og keyptar sessur fyrir börn.
Þjóðháttadeild. Hallgerður Gísladóttir var í rannsóknarleyfi til 1. ágúst og leysti Sigríður Sig-
urðardóttir safnstjóri í Glaumbæ hana af til 1. maí. 1. október var Hallgerður sett í stöðu deild-
arstjóra í stað Árna Björnssonar, sem nú gegnir tímabundið starfi útgáfustjóra Þjóðminjasafns-
ins.
Ilmur Árnadóttir vann um tíma að tölvuskráningu og fleiri skrifstofustörfum við deildina.
Tvær spurningaskrár voru sendar út í október; skrá 87 um veiðar í ám og vötnum og skrá 88
um þorrablót fyrr og nú og aukaspurning um skeifur. Skráð aðföng deildarinnar voru 575.
Hallgerður ferðaðist ásamt Steinunni Ingimundardóttur um Strandasýslu viku í október til
að safna heimildum um matarhætti fyrrum og um ýmsa þætti daglegs lífs á fyrri tíð. Viðtöl við
roskna Strandamenn, um það bil 12 klst. á segulböndum, liggja eftir þá ferð ásamt myndum
og öðru. Uppskriftir af segulböndum eru nú á lokastigi. Að auki fékk þjóðháttadeild nýja
heimildarmenn eins og ævinlega þegar starfsmenn hennar fara um landið.
Hallgerður sótti í apríl ráðstefnu í Gautaborg um konur í sýningum safna.
Eins og endranær komu starfsmenn deildarinnar oft fram í fjölmiðlum á árinu svo og hjá
ýmsum félagasamtökum.
Árni Björnsson hefur undanfarið gegnt starfi ritstjóra „Islenskrar þjóðmenningar", en eng-
in hreyfing er þó á útgáfu hennar sem stendur, þar eð útgefandinn hefur haldið að sér hönd-
um. Árni hefur þó samband við höfunda ritsins ef útgáfa hæfist á ný.
Árni vann einkum að útgáfum á vegum safnsins. Hann aðstoðaði við að búa til prentunar
rit Guðmundar Olafssonar „Friðlýstar fornleifar í Borgarfjarðarsýslu" og bók Guðrúnar Svein-
bjarnardóttur um leirkerabrot á Islandi. Þá vann hann að samningsgerð vegna bókarinnar „Ger-
semar og þarfaþing", sá um texta á endurnýjuðum sýningum safnsins og samdi og las yfir
texta fyrir sýningar þess og útgáfur.
Árni var í Berlín 17.-19. apríl og kannaði nýfundnar þjóðlagaupptökur Jóns Leifs tónskálds
á vaxhólkum í hljóðritasafni þar. Hann flutti fyrirlestra um ýmsa þætti íslenzkrar þjóðmenn-
ingar í Greifswald 20. og 22. apríl, í Færeyjum 29. júní og í Þrándheimi 3. október. Að auki flutti
hann ýmis erindi hjá félagasamtökum hér innanlands. Hann annaðist samskipti vegna við-
gerðar á gömlum hljóðupptökutækjum safnsins erlendis, vann að jólasýningu safnsins og
vann með Möguleikhúsinu að jólasveinatextum og tónlistarflutningi gagnvart fyrirtækinu
Jólalandi í Hveragerði. Að auki annaðist hann samsldpti við fjölmiðla og aðra, einkum þau er
snerta íslenzka þjóðmenningu.
Fornleifadeild. Við fornleifadeild starfa Guðmundur Ólafsson deildarstjóri og Vilhjálmur
Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur. Aðalverkefni á vegum deildarinnar voru fornleifarann-
sóknir og fornleifaskráning.
Rannsakað var enn á Bessastöðum frá 4. maí til 30. nóvember, 8. árið sem grafið er þar. Má
ætla að 2-3 ára rannsókn sé eftir. Rannsakað var einkum austan við svonefnt ráðsmannshús
sem víkja skal fyrir nýjum forsetabústað. Þar komu í ljós rústir af fjósi og öðrum húsum frá
miðöldum og allt til síðustu aldar. Milli þess húss og þjónustuhúss fundust byggingaleifar allt
frá upphafi miðalda og til síðustu aldar. Hildur Gestsdóttir veitti rannsókninni forstöðu fram-
an af en síðan Sigurður Bergsteinsson og unnu þau síðar að úrvinnslu gagna. Hafið var að
tölvuteikna frumteikningar, en vegna umfangs rannsóknanna er erfitt að fá heildarmynd af
svæðinu nema með tölvuvinnslu. Á Bessastöðum unnu 3-5 í einu að rannsóknum.
Á Hofsstöðum í Garðabæ var rannsakað frá byrjun apríl og til loka september. Það virðast
vera byggingaleifar frá landnámsöld og miðöldum, m.a. landnámsaldarskáli, og þar fannst
næla i jalangursstíl, einnig snældusnúður og pottbrot úr klébergi sem ávallt bendir til land-
námsaldar hér. Ragnheiður Traustadóttir veitti rannsókninni forstöðu.
Við Húsið á Eyrarbakka komu í ljós gangstéttar og rennur frá 18. og 19. öld. Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson og Ragnar Edvardsson rannsökuðu þær og eru þær nú sýnilegar á yfirborði.