Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Flestir stafirnir eru jafnstórir, hæðin sem næst 3,5 cm, en fáeinir eru stærri, einkum N í NAFN og J í JÖRÐU. Síðari hluti grafskriftarinnar er með smærra letri, um 2,5 cm en þó hástafaletri einnig, og fyrsti stafur í hverri línu þó stærri en hinir. Aletrunin er öll auðskilin. Aðeins er orðið "leiddur" í fyrstu línu nútíðar- fólki framandlegt. I orðabók Blöndals er það merkt sem gamalt orð eða fall- ið úr daglegu máli, en merking þess er "grafinn", sbr. orðið "leiði". Leturskerinn hefur greinilega verið listamaður og hlýtur að hafa lært skurðlist í skóla ytra. Enginn ólærður íslenzkur tréskeri getur hafa skorið þá leturgerð sem hér sést og af slíkri færni. Ekki er um marga nafnkennda skól- aða menn að ræða, sem höfðu lærdóm og færni til að skera á þennan hátt. Strax kemur í hugann nafn Jóns Hallgrímssonar, í Kasthvammi í Laxárdal og víðar, sem öruggt má telja að gert hafi grafskriftina úr Þverárkirkju. En þótt svipur og yfirbragð grafskriftar þessarar sé nokkuð keimlíkur í heild grafskriftum eftir Jón, einkum grafskriftinni úr Þverárkirkju, eru hér ýmis frávik í leturgerðinni sem ekki þekkjast í kunnum verkum hans og eins vantar ýmis skrauteinkenni á þessa grafskrift, sem við þekkjum á öruggum verkum Jóns og búast hefði mátt við að sjá hér. - Grafskriftin sést ekki nefnd í vísitasíum kirkjunnar, enda munu slíkir gripir tæpast hafa verið taldir til eigna kirknanna sjálfra. Það kemur enda fljótt í ljós, að Jón Hallgrímsson hefur ekki skorið þessa grafskrift. Hann deyr í marz 1808 en sr. Vigfús 7. ágúst sama ár. Er þá aðeins einn maður norðanlands, sem vitað er að hafði lærdóm og kunnáttu til að skera letur með þessum hætti, en það er Gunnlaugur Briem sýslumaður, sem þá bjó á Kjarna við Eyjafjörð. Gunnlaugur Briem var fæddur 13. jan. 1773 að Brjánslæk, sonur séra Guð- brands Sigurðssonar prests þar og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Hann ólst upp hjá séra Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal er lét hann sigla til Kaup- mannahafnar 1788 og nam hann þar höggmyndasmíð í 7 ár, "bílætahögg" eins og Jón Espólín segir. Lauk hann því námi og fékk góðan vitnisburð kennara síns 1795 og hlaut silfurpening að verðlaunum frá listaháskólanum sama ár. Síðan las hann lög og varð lögsagnari Jóns sýslumanns Jakobs- sonar að Espihóli 1799. Hann dvaldist um hríð syðra og veturinn 1803 veitti hann tilsögn í teikningu í Reykjavíkurskóla þeim nemendum sem vildu. Hann bjó í Arnarbæli á Fellsströnd um skeið en 1805 fékk hann Vaðla- þing og tók við því 1807 og hélt til dauðadags. Hann bjó á Kjarna við Akur- eyri til 1815 en síðan að Grund í Eyjafirði til dauðadags 17. febr. 1834. Kona hans var Valgerður Arnadóttir prófasts í Holti undir Eyjafjöllum Sigurðs- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.