Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
aðrir gripir séu yngri, flestir frá tímum síðkonungdæmisins eða yngri en
nokkrir frá tíma nýríkisins. Yngstu gripirnir eru frá tímum Býsansríkisins
eða 6.-8. öld e.Kr. (nr. 11 og 97).
Ef frá eru taldir gripir nr. 1-6 sem eru líklega minjagripir sem Fiske keypti
á ferðum sínum og nr. 57-66 þar sem smíðað hefur verið utanum forna gripi
er það aðeins nr. 107 sem verður að gera ráð fyrir að sé falsaður. Að svo
stöddu bendir flest til að aðrir gripir í safninu séu ekta egypskir forngripir
frá því um 2000 f.Kr. og til 8 aldar e.Kr..
Þótt ólíklegt sé að í gjöf Fiske leynist einhverjir einstæðir dýrgripir, eru
þó margir þeirra hinir ásjálegustu og full ástæða til að þeim sé sómi sýndur.
Að minnsta kosta gefur útlit þeirra lítið eftir því sem víða er flaggað í erlend-
urn söfnum. Vonandi sér Þjóðminjasafnið sér fært að sýna almenningi
valda hluti úr þessu safni í framtíðinni.
Tilvísanir og athugasemdir
1. Horatio S. White, Willard Fiske: Life and Correspondance, bls. 222. Á myndum, einkum nr.
18 a og b, sem teknar eru á heimili Fiske og birtar í bókinni má sjá fjölmarga muni sem
ekki eru á Þjóðminjasafni, svo sem brot úr grískum eða rómverskum styttum og lágmynd-
um, leirkrukkur og vasa og auk þess allstóra egypska innyflakrukku. Psi Upsilon er stúd-
entafélag sem Fiske hafði mikið dálæti á og starfar enn. Höfundur þessara orða reyndi
að grennslast fyrir um afdrif þeirra gripa sem félaginu voru ánafnaðir og skrifaði núver-
andi forsvarsmönnum þess þar um en fékk ekki svar. Höfundi er ókunnugt um hver
Michele Monzecchi var.
2. Sama heimild, bls. 157.
3. Carte personnelle délivrée le 3 ... JAN/89 á Mr. Willard Fiske lui donnant droit de visiter
jusqu'au 30 Juin 1889, tous les monuments antiques, fermés ou enclos, de la Haute-
Egypte. Ur bréfasafni Fiskes sem varðveitt er í Cornellháskóla. Skv. bréfi til höfundar frá
Patrick J. Stevens umsjónarmanni Fiskesafnsins í Cornellháskóla í Iþöku, 14. sept. 1994.
4. Horatio S. White, Willard Fiske: Life and Correspondance, bls. 381. „The rock beneath the
town is honeycombed with tombs, some of which I caused to be opened. In them are sar-
cophagi, sometimes a dozen or more in one tomb, and I looked for a nice one of granite
to take with me, but they are all of sandstone, and mostly inscriptionless. From one I had
the satisfaction of taking a part of a mummy, which had lain undisturbed and unseen
fore 3000 years. I may make up my mind to take a sarcophagus as we go down."
5. Bréf frá Halldóri Hermannssyni til Matthíasar Þórðarsonar 19. feb. 1909.
6. Bréf frá Halldóri Hermannssyni til Matthíasar Þórðarsonar 24. apríl 1909.
7. Bréf frá Halldóri Hermannssyni til Matthíasar Þórðarsonar 24. apríl 1909.
8. Bréf frá Halldóri Hermannssyni til Matthíasar Þórðarsonar 24. apríl 1909.
9. „I regret that it would not be possible for me to give any very satisfactory account of the
objects which I sent to Iceland from Florence. Most of them, however, I believe were of
Egyptian origin, although there may have been a few (American) Indian relics." Bréf frá
Horatio S. White til Matthíasar Þórðarsonar skrifað í Cambridge, Mass. 17. maí 1910.
10. Fræðimenn eru ekki á einu máli varðandi skiptingu egypskrar sögu í tímabil. Hér er
stuðst við T.G.H. James, An Introduction to Ancient Egijpt.
11. Kórónur faraóanna vour þrjár. Rauða kórónan var tákn neðra Egyptalands, sú hvíta var
tákn efra Egyptalands og sú tvöfalda táknaði sameiningu ríkisins. Stríðshjálmur faraó-
anna var kallaður bláa kórónan.