Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Áfram var greftrað í kirkjugarðinum, síðast árið 1813 eftir því sem best er
vitað.1
Til eru allnákvæmar lýsingar af kirkjunum í Nesi, bæði þeirri sem byggð
var 1675 og hinni nýju frá 1785. Af þessum lýsingum, sem er að finna í vís-
itatíum biskupa og prófasta, má gera sér allgóða grein fyrir uppbyggingu,
innréttingum og skreytingum í báðum kirkjunum. Lýsingarnar gefa hins-
vegar aðeins ónákvæma hugmynd um stærð og lögun kirknanna, þar sem
lengd þeirra er aðeins gefin í stafgólfum og ekkert sagt um breidd, veggja-
hæð eða hæð undir mæni. Sömuleiðis er engar vísbendingar að hafa í þess-
um heimildum um staðsetningu kirknanna, og svo langt er um liðið síðan
síðasta kirkjan fauk og hætt var að greftra í kirkjugarðinum, að vitneskja
um staðsetninguna hefur glatast.
Sumarið 1995 var gerð minni háttar fornleifarannsókn austan við Nes-
stofu á Seltjarnarnesi í því skyni að staðsetja grunn Neskirkju og ákvarða
umfang kirkjugarðsins. Athugun þessi er liður í rannsóknum Fornleifastofn-
unar Islands í Nesi en þær hófust sumarið 1995 og standa enn yfir.2
Upphaf fornleifarannsókna í Nesi má rekja til þess að áhugi vaknaði á
hringlaga gerðum í túninu vestan við Nesstofu þegar loftmyndir birtust af
þeim í blöðum3 og hefur verið grafið í þau tvívegis, fyrst 19934 og síðan
1996.5 Seltjarnarnesbær var einnig eitt af fyrstu sveitarfélögum á Islandi til
að láta gera fornleifaskráningu innan takmarka sinna, og skráði Ágúst O.
Georgsson fornleifar þar árið 1980 og hefur Birna Gunnarsdóttir gefið
skráninguna út.6 Á tímabili var einnig áhugi á að kanna bæjarhólinn, sem
stofan stendur á, og var árið 1982 grafinn lítill könnunarskurður í gólfi stof-
unnar. Umfangsmeiri rannsókn var gerð árið 1989 en þá gróf Vilhjálmur O.
Vilhjálmsson þrjá könnunarskurði vestan og austan við stofuna. Vilhjálmur
gróf í gegnum 2,5 metra af mannvistarlögum og sýndi fram á samfellda
byggð á svæðinu frá því skömmu eftir að hin svokallaða landnámsgjóska
féll, eða um 8717 Einnig komu í ljós 2 metra þykk mannvistarlög í skurði við
fjósið, þar sem safn lyfjafræðinga er nú. Af því má ljóst vera að allur hóllinn
sem stofan stendur á er samsettur úr mannvistarleifum.
Athygli beindist fyrst að kirkjustæðinu árið 1994 en þá gekkst Rótarý-
klúbbur Seltjarnarnesbæjar fyrir jarðsjármælingum austan við Nesstofu.
Markmið þeirra mælinga var að staðsetja kirkjugrunninn, sem talið var að
væri á opna svæðinu austan við stofuna. Á grunni þeirra mælinga voru sett-
ar fram kenningar um þrjú rústasvæði austan við Nesstofu og væri hið aust-
asta kirkjugrunnurinn.B
Síðan 1995 hafa fjölþættar fornleifarannsóknir átt sér stað í Nesi. Fyrir ut-
an athugun á kirkjustæðinu hefur athyglinni einkum verið beint að túninu
sunnan og vestan við Nesstofu og mannvirkjum í því. Lögð hefur verið