Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 21
ÖGURBRÍK
25
Boðun Maríu í töflunni frá Ögri á ef til vill að fara fram í höll, ef til vill í
kastala, og virðist mér það líklegra nokkuð, en mörkin eru ekki skýr. Á fer-
strenda stólpanum í mynd þessari og á boganum sem á honum hvílir eru
gerðar flúrur (franska: arabesque), og nefna mætti þær skrípildi eða glettur
(franska: grotesque). Hlykkjóttur dreki sést í skrautverkinu. Leggst hér til
fróðleikur um gamla innanhússkreytingu. Ef um er að ræða kastala tengist
hann í listsögulegu tilliti kastalagerð sem nefnist cháteau á frönsku, og velja
mætti heitið garð á okkar máli, sbr. páfagarð, konungsgarð o.fl. Sá kastali er
fremur íbúðarhús en virki. Slíkar byggingar voru yfirleitt hlaðnar úr steini.
Oft birtast kastalar í öngskrauti gamalla handrita, svo sem í stundabókinni
eftir Limbourg bræður. Koma þeir iðulega í ljós í gömlum málverkum
Niðurlendinga og prýða baksviðið. Glettur tíðkuðust í list fornaldar og hóf-
ust aftur til vegs á endurreisnartímanum. Kunnur er áhugi ítalskra lista-
manna á þeim á 15. öld og síðar. í Frakklandi runnu um þetta leyti saman
gotneskur stíll og ítalsk-
ur endurreisnarstíll, þar
sem eru þessir garðar.
Krökkt er af görðum frá
15. og 16. öld í Loire daln-
um, dal árinnar Leiru,
sem rennur til sjávar við
norðanvert miðbik Frakk-
lands. Falla þeir vel að
gróðursælu umhverfi sínu,
flestir hvítir á lit eða ljós-
ir. Myndvaki sem á skylt
við glettuskraut bríkar-
innar sést í málverki eft-
ir Quentin Massys, mál-
uðu á tré, þar sem lýst er
tilbeiðslu vitringanna.
Er það í eigu Metropoli-
tan safnsins í New York.
I þessum glettum Massys
sjást drekar. Mun Miche-
11. mynd. Gabríel erkiengill
í boöunarmyndinni
og glettuskraut í baksýn.
Ljósmyndastofa Þjóðminja-
safns. Ivar Brynjólfsson.