Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Nánast öll rannsökuð kuml voru rannsökuð á þann hátt, að ekki var
leitað eftir byggingatæknilegum atriðum svo sem kantrennu, kantsteinum,
miðsteinum, ferhyrndri lögun, þríhyrndri lögun, stærri steinum í miðju o.
s. frv. Möguleikinn á slíku hefur trúlega aldrei flögrað að íslenskum forn-
leifafræðingum hér áður fyrr og þá var eðlilega ekki grafið með það að leið-
arljósi (sagnahyggjan enn einu sinni?). Eg er þess þó fullviss (og hef fundið
vísbendingar þar um) að slík ummerki væri hægt að finna á vettvangi við
vissar aðstæður, en það verður hreinlega að bíða betri tíma.
Trúlega eru fá íslenskra kumla enn sýnileg og ég er efins um að nokkur
núlifandi maður gæti gengið á alla kumlastaði landsins og bent á þá í fljótu
bragði.
Ég er ósammála þeirri hugsun Guðrúnar að athugun á dreifingu kumla,
fundartíðni og ástæðum funda sé ekki rannsókn í sjálfu sér. Það þarf ekki
alltaf að fara á vettvang til að rannsaka fornleifar; eftir uppgröft eru þær
margar hverjar aðeins til í bókum eða skýrslum, og verða ekki rannsakaðar
annarsstaðar. Flest íslensk kuml eru dæmi um slíkar fornleifar.
Veggjagerðir
Guðrún gerir lítið úr þeirri staðreynd að veggir Granastaða og allra þekktra
landnámsbýla á Islandi, nema tveggja, eru úr torfi eingöngu (bls. 189). Því
til áréttingar nefnir hún í fyrsta lagi, að uppdrætti vanti af sumum húsum
(rangt, sbr. hér að ofan) og í öðru lagi séu þversnið í svo smáum hlutföllum
að nánast ógerlegt sé að greina hvað sé hvað á þeim.
Hún þykist jafnvel sjálf sjá nokkra steina á teikningunum frá Granastöð-
um. En það sannar vitaskuld ekki neitt, þó að einstakir steinar hafi slæðst
inn í veggi. Þeir falla ekki inn í neitt mynstur, hafna þarna sýnilega fyrir til-
viljun og eru því ekki hluti af markvissri byggingu veggjarins.
Dæmin tvö um steinveggi í landnámsbýlum á íslandi eru frá Papey og
Vestmannaeyjum (Herjólfsdal). Ég nefni báðar þessar undantekningar í
bók minni og þá staðreynd að í báðum tilfellum er um eyjar að ræða og í báð-
um tilfellum er um frekar vafasamar aldursgreiningar að ræða að mínu viti.
Varðandi Papey tilgreinir Guðrún þó ekki nákvæmlega við hvaða rúst
hún á, en það hefur afgerandi þýðingu. Þannig háttar til þar, að allar yngri
rústirnar (yngri en 1362 skv. gjóskulagafræðinni) eru úr steini. Eldri rústir
(eldri en 1362) eru einnig flestar úr steini, en þær einu sem koma til greina
til samanburðar við Granastaði eru rústir undir Hellisbjargi, Goðatættur I
og Goðatættur II.
Sú fyrstnefnda, það er rústin undir Hellisbjargi, var ekki mannabústaður,
hafði nánast enga gripi að geyma og var skv. þremur C-14 aldursgreining-