Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 121
SVAR VIÐ RITDOMI 125 hvert aukið vægi, heldur er verið að setja staðina í samhengi við nútímann og ekkert annað. Eins og fram kemur í bók minni hef ég ekki trú á því að Grani Hrólfsson hafi búið að Granastöðum, heldur sé nafnið til komið á síðustu öld, vegna þess að einhver las Reykdælu og þar er býlisins Granastaða á Eyjafjarðardal getið. Býlið hefur þá heitið Granastaðir í rúm 100 ár, og ég finn ekki hjá mér neina hvöt til að breyta því. Og enn reynir Guðrún að gera sér mat úr því sem ekkert er, þegar hún víkur að munnmælasögum þess efnis, „að Granastaðir hafifarið í eyði íþví sem hann nefnir svarta dauða árið 1402. Pest sú sem herjaði á Islandi á árunum 1402-4 er hinsvegar nefnd plágan mikla í samtímaheimildum en svarti dauði í seinni tíma heimildum, og ekki er talið að um sömu pest sé að ræða oggekk undir nafninu svarti dauði á meginlandi Evrópu um miðja 14. öld." (Bls. 187). Þessar aðfinnslur Guðrúnar eru vægast sagt þokukenndar, auk þess sem þær eru villandi. Hún gefur í skyn, að ég hafi valið þessa nafngift, svarti dauði, og lætur svo í það skína, að það sé fremur ónákvæm nafngift. En ég valdi ekki þessa nafngift, heldur var ég aðeins að vísa í munnmælin, með því orðalagi sem þau viðhafa. Guðrúnu til upplýsingar má svo geta þess, að þeir Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson segja fullum feturn (Islandssaga til okkar daga; Reykjavík 1991): „...en Plágan mikla hefur einnig verið nefnd Svarti dauði". (Bls. 149). Og Hannes Þorsteinsson kallar hana sama nafni í skýringum við Skarðsárannál. (Annálar 1400-1800; 1,1. Rvk. 1922: 49). Að kalla þennan sjúkdóm pláguna, er komið úr ensku, segja þeir Björn og Bergsteinn. Vitaskuld eru nafngiftir þessar aukaatriði, en það er undravert hvernig Guðrún reynir að nýta sér þær til að gera skrif mín tortryggileg. Um „Ecological heritage" Um heitanotkun mína í fyrsta hluta bókarinnar segir Guðrún eftirfar- andi: „Heitið 'ecological heritage' er notað í bókinni til skilgreiningar á því aðfólk velji sér stað til búsetu sem er líkur þeim stað sem það flytur frá. Þetta er óheppilegt heiti. Enska orðið 'ecology' hefur merkinguna 'vistfræði' og orðið 'heritage' gefur í skyn arf sem þarf að varðveita. 1 kaflanum er hins vegar aðeins fjallað um landa- fræði, loftslag og gróður og samanburður gerður milli svæða í þeim tilgangi að sýna fram á, samkvæmt fyrrgreindri skilgreiningu, hvaðan líklegast er að landnáms- menn í Eyjafirði hafi komið. Nær hefði verið að nota t. d. orðin 'landscape, veget- ation and climatic background'.“ (Bls. 185). Þessi tilvitnun sýnir að Guðrún er ekki nógu vel heima í vistfræðilegri umræðu í hugvísindum yfirleitt, því vissulega eru þessi heiti notuð þar, þó að þau eigi uppruna sinn að rekja til náttúruvísinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.