Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 101
KIRKJA OG KIRKJUGARÐUR I NESI VIÐ SELTJORN 105 nýju við þá mynd sem þegar hafði fengist. Niðurstöður viðnámsmælingar eru sýndar á 2. mynd og kemur kirkjugrunnurinn þar fram. Uppgröftur. Skurðurinn var kallaður ND en skurðir þeir sem Vilhjálmur Ö. Vilhjálmsson gróf 1989 höfðu fengið heitin NA, NB og NC. Skurðinum var valinn staður þannig að hann gæti gefið vísbendingar um hlutverk tóft- arinnar sem sést á yfirborði inni á lóðinni Neströð 7, um takmörk kirkju- garðsins vestantil og um eðli „rústar 2" sem jarðsjármælingar höfðu þótt benda til að væri vestan við tóftina. Um „rúst 2" er það að segja í stuttu máli að engin merki sáust um hana í skurðinum. Skurður ND var 12,20 m langur og 1 m breiður. Staðsetning hans er sýnd á 5. mynd. Mannvistarlögum og mannvirkjum voru gefin hlaupandi númer og er vísað til þeirra í meginmáli auk þess sem þau eru sýnd á 3. mynd. Uppgröfturinn fór fram dagana 4.-11. júlí 1995. I vesturenda skurðarins var fljótlega komið niður á grjóthlaðinn garð (3). Garður þessi er vel hlaðinn af meðalstóru grjóti og hefur ekki verið mjög hár því hann er ekki nema rúmlega 0,6 m breiður neðst. Svo heppilega vildi til, að skurðurinn lenti beint á suðvesturhorni garðsins og sjást í skurðinum um 2,5 m af suðurhliðinni og 1 metri af vesturhliðinni. Af garðinum standa enn þrjú til fjögur umför og er fjórða umfarið á suðurhliðinni úr frekar litlu grjóti. Hugsanlegt er, og raunar líklegt, að suðurhliðin og vesturhliðin hafi ekki verið hlaðnar við sama tækifæri því hleðslan gengur ekki saman og er meira af smágrjóti í suðurhliðinni. Ekki er gott að segja hvor hliðin hefur verið hlaðin fyrr, en líklegra að það hafi verið vesturhliðin, þar sem hún nær lítillega lengra niður en suðurhliðin. Suðurhliðin sýnist skera torf- blandað moldarlag, lag nr. 10, sem er sennilega ættað úr veggnum nr. 7 (sjá síðar), og bendir það til, að áður en byrjað var að hlaða garðinn, hafi verið grafið fyrir honum niður á um 0,2 m dýpi. Ekki sáust neinar vísbendingar um að garður hafi verið á þessum stað áður en þessi var byggður. Það verð- ur þó ekki útilokað vegna þess hve rannsóknarsvæðið var takmarkað. Suð- urhliðin snýr heldur norðar en rétt vestur en hefur hinsvegar sömu stefnu og veggurinn og stéttin nr. 7-9 og grafirnar nr. 13-19 og bendir það til að garður þessi standi í sambandi við kirkjuna eða hafi a.m.k. verið hlaðinn með hliðsjón af stefnu hennar. Þegar hitaveituskurður var grafinn meðfram Neströð 1979 kom í ljós grjótgarður vestan við grafirnar og er það greini- lega sami garður og nr. 3.15 Ofan á, og til hliðar við, grjótvegginn nr. 3 voru tvö moldarlög og neðar- lega í því neðra (nr. 4), vestan við vegginn, fannst krítarpípubrot Nes95081:A (4. mynd). Brotið er með merki sem bendir til að pípan lrafi verið framleidd í Gouda í Hollandi á 18. öld. Það gefur til kynna að veggurinn geti ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.