Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 38
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Berghöldin og tilgangur þeirra
Berghöld svipuð þeim og eru í Rútshelli eru algeng í manngerðum hell-
um víða um Suðurland en hvergi eru þau jafn mörg. Líklega eru fleiri berg-
höld í honum einum en öllum hinum til samans. Dreifing þeirra um vegg-
ina virðist óregluleg við fyrstu sýn en er þó ekki alveg handahófskennd.
Þau eru á veggjum Aðalhellis eða í gólfinu rétt við þá en ekki í lofthvelfing-
unni og mjög fá í meira en 2 m hæð. Sums staðar er eins og þau myndi lóð-
réttar raðir sem standast jafnvel á á norður- og suðurvegg. í gamla for-
dyrinu fremst í hellinum eru fá berghöld og aðeins þrjú í Stúku. Tilgangur
berghaldanna er ekki auðsær. Ef stórgripir hafa verið hafðir í hellinum hafa
þeir vafalítið verið bundnir og þá hafa berghöldin komið að góðum notum.
Mörg þeirra eru þó of veikbyggð til þeirra hluta og ekki heppilega staðsett.
Raunar sjást engin ummerki eftir kýr eða hesta. Enginn flór er í gólfinu og
ekki verður séð að básar hafi verið í honum heldur. Þá má velta fyrir sér
hvort berghöldin hafi verið notuð til að hengja eitthvað í, t.d. matvöru, fisk
og kjöt eða reipi, reiðtygi, klifbera og þess háttar. Það er hugsanlegt um ein-
hver þeirra en flest eru þau full neðarlega til þeirra nota, sum í gólfinu sjálfu.
Magnús bóndi Eyjólfsson á Hrútafelli gat sér þess til að berghöldin hefðu
verið notuð til að strengja húðir á veggina og gera hellinn þannig að vist-
legum íverustað fyrir menn. Þetta er frumleg hugmynd. Menn hafa löng-
um haft gaman af að tjalda innan híbýli sín og í aldaraðir hafa þær sagnir
fylgt Rútshelli að þar hafi menn búið, fyrst Rútur og síðan aðrir „þegar
mönnum hefur þótt það hentugra" segja Eggert og Bjarni. Raunar sýnast
berghöldin best til þess fallin að halda uppi léttu tréverki sem tjöld eða þilj-
ur kynnu að hafa verið fest á.
Það er athyglisvert að engar ristur hafa fundist á veggjum Aðalhellis,
hvorki stafir né neinskonar tákn. Slíkt er nærri einsdæmi um manngerðan
helli sem margir hverjir eru þaktir alskyns veggjaskrift, gamalli og nýrri.
Þiljur á hellisveggjum gætu skýrt þetta að einhverju leyti.
Milliloft
Bitaförin á veggjunum sýna, svo ekki verður um villst, að milligólf hefur
verið í Stúkunni. Gólffjalirnar hafa verið í sömu hæð og rúmbotninn en
hæðin undir bitana frá hellisgólfi hefur verið 1,7 m, eða rétt mannhæð. Þeg-
ar bitunum var komið fyrir er ljóst að þeim hefur verið stungið í holurnar á
austurvegg og síðan rennt um grópirnar í sæti sín á vesturvegg. Rúmgott
hefur verið þarna á hellisloftinu. Þakliæðin var um 2 m innst en hefur farið
lækkandi út gólfið. Ut við munnann hefur hún einungis verið um 30 cm svo
ljóst er að ekki hefur verið gengt út úr hellinum þá leiðina en þaðan kom