Lögrétta - 01.07.1935, Síða 8

Lögrétta - 01.07.1935, Síða 8
111 LÖGRJETTA 112 ur stórhátíð fyrir frægasta skáldinu á síðari árum, fyrir andans auðlegð og fögru rími, fyrir trú og sálmaskáldskap og kastar mamm- onstrúnni að minsta kosti í svip. Þetta er eins og glaðasólskin eftir mikinn skúr, eins og eld- gos gegnum þykkan jökul. Ef sjera Matthías væri hjer staddur, og hver veit nema hann sje það, — þá myndi hann sennilega segja: „Nú sje jeg að þessi þjóð á sjer fagra fram- tíð, því enn hefur hún ekki afneitað því, sem best var í fari hennar og eðli: trúnni á hið fagra og góða,“ eins og Forngrikkir sögðu. Það verður sjálfsagt sagt svo margt um Matthías sem skáld, prest og mann, að jeg skal ekki mikið um þetta tala. Jeg tek það sem hendinni er næst: hvað sjera Matthías hefur veriö fyrir mig, og skoða mig þá sem lít- ið sýnishorn af þjóðinni. Mín fyrstu kynni af sjera Matthíasi, eða rjettara sagt ritum hans, voru þau, að nokkru fyrir þjóðarhátíðarárið 1874 náði jeg í Úti- legumennina. Þeir voru keyptir á næsta bæ, og jeg fjekk þá lánaða, en á þeim tímum var hver ný bók hvalreki hjá afdalabúum i Húna- vatnssýslu. Auðvitað lærðu ungir og gamlir hin gullfallegu kvæði í bókinni, og einhvern- vegin slæddust lögin með og voru sungin. Alt þetta gladdi fólk og vakti, og varð langt um- talsefni i tilbreytingarleysinu, þó jeg væri helst til ungur til þess að njóta þess til fulls. Fult svo minnisstæð eru mjer þjóðhátíðar- kvæðin frá 1874. Þau flugu um landið og lögin með, voru sungin á hverju heimili, jafn- vel í afdölum. Það er ekki þýðingarlaust að gefa fólkinu ný kvæði góð og ný lög til þess að syngja! Jeg held að þau sjeu þýðingarmeiri fyrir almenning en öll hærri musik sem fæstir skilja og örfáir geta sungið eða leikið. Næsta bókin sem við náðum í eftir Matth., var Mánfreð. Jeg las hann strax, en skildi hann ekki nema til hálfs, en orðgnóttin, Ijetta rímið og kaflarnir, sem jeg skildi, höfðu þau áhrif á mig, að jeg las kverið oftar og fór þá svo, að áður en jeg vissi hafði jeg lært það utanbókar, og ekki eingöngu kvæðin heldur og allar prentvillurnar, sem voru margar og bættu ekki skilninginn. Enn kann jeg heilar og hálfar blaðsiður úr Manfreð. Þá náðum við og í Macbet. Ekki var þetta barnabók, en auðvitað las jeg hana og reyndi að skilja. Má þetta nokkuð marka af þvi að jeg reyndi að semja svona leikrit sjálfur, og skrifaði það upp. Var það einskonar stæling, og þætti mjer gaman a:ð geta Iesið það nú, en það er nú týnt og tröllum gefið. Báðar þessar bækur urðu mjer í æsku erfitt viðfangsefni til þess að glíma við, skerptu skilninginn og gáfu mjer nokkra nasasjón af stórskáldum. Fjórða bókin, sem jeg náði í, var annars eðlis. Hún var þýðing Matth. á Friðþjófssögu Tegnérs. Þetta var mikil dýrindisbók, með myndum af víkingaskipi og „norrænum gunn- fánum“ á titilblaðinu, en þá sáust ekkí ínyndir í bókum. Þarna var heil auðskilin saga, sögð í dýrindisljóðum með gömlum kenningum frá rímunum. Hinn ágæti skáld- skapur gat engum dulist, en auðvitað vissí jeg ekkert um það, hve nákvæm þýðing þessi er viðast hvar, svo að heita má að þýtt sje orði til orðs, og finnur þó enginn að þýtt sje. eins og sjá má á erindinu: Váren kommer, foglen quittrar. Vorið kemur, kvaka fuglar, skogen lövas, solen ler, kvistir grænka, sunna hlær, och de Iösta floder dansa ísinn þiðnar, elfur dansa sjungande mot havet ner. ofan þar, er dunar sær. Glödande som Freyjas kinder Rósin gegnum reifa brosir, tittar rosen ur sin kop rjóð og hýr sem Freyju kinn, och i menskans hjerta vakna í brjóstum manna vorið vekur lefnadslust och mod och hopp. vonarhlýjan unað sinn. Síðast kom Svanhvít, þetta ágæta safn af þýðingum Stgr. Th. og Matthíasar, sem allir lærðu og Jofuðu. Jeg mun hafa lært öll kvæð- in eða því sem næst, og enn kann jeg sum. Sjera Matth. átti í basli með að koma þýð- ingum sínum á prent fyrir fjeleysi, og vafa- laust hefur hann talið vafasamt að þær hefðu veruleg áhrif á almúgann. Þó var þetta svo, að hann kom eins og mikill kennari til dala- drengsins, ljek fyrir hann á hið voldugá hljóð- færi skáldskaparins og íslenzkunnar, sýndi honum jafnvel list og hugmyndir útlendra

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.