Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 64

Lögrétta - 01.01.1936, Qupperneq 64
131 LÖCRJETTA 132 Frá Litla-Fjalli. a poAótein 'Jóó&jlsson. Niðurl. Vald fógetanna var yfirleitt mjög strangt. Alþýðan varð að lúta ströngum lögum, og þeir, sem brutu þau, urðu að gjalda sektir, eða, ef þeir gátu ekki borgað, voru þeir settir í gapastokk eða fangelsi. Það voru meðal annars sektir við því, að halda íburð- armiklar brúðkaupsveizlur, drekka sig ölv- aðan í þeim, eða dansa án leyfis fógetans. Ekki máttu karlmenn ganga án sverða í kirkju, nje konur í of stuttum kjólum og ekki mátti maður vanrækja aftansöng. Bann- að var að baka kökur á sunnudegi; að spila á spil í heimahúsum; að sitja of lengi í veitingahúsi í einu, eða skammast. Mest svívirðing var fólgin í því, að kalla andstæð- ing sinn þjóf, trúníðing eða hundspott og lágu mjög háar sektir við því. Mjög lengi hjelzt sú venja í Sviss, að ungir Svisslendingar gengu á mála hjá er- lendum þjóðhöfðingjum, bæði í fjáraflavon og frama. Kom það fyrir, að bræður eða jafnvel feðgar bærust á banaspjótum í orust- um milli tveggja erlendra valdhafa. Þetta hætti alment ekki fyr en svissnesk stjórnar- völd bönnuðu algerlega þegnum sínum her- þjónustu undir erlendu valdi. En mörgum árum áður en lög þessi gengu í gildi í ríkja- sambandinu svissneska, voru þau sett í kantónunni Ziirich og var harðlega framfylgt. Sá, er óhlýðnaðist þeim lögum, var gerður æfilangt útlægur úr kantónunni, eignir hans gerðar upptækar og kona og börn, ef til voru, voru send til nánustu skyldmenna. Af öllu því fólki, sem flutti alfarið út úr kantónunni, var útfluningstollur tekinn. Sá, er flutti til annarar kantónu ríkjasambands- ins varð að gjalda 5% allra eigna sinna til kantónunnar, en flytti hann út fyrir sviss- nesku landamærin nam tollurinn 10% af eignum hans. Eitthvað mun fólk hafa verið ofsótt fyrir galdra á galdrabrennutírnabilinu, því jeg hef hevrt getið um, að árið 1701 hafi 8 mann- eskjur verið líflátnar í einu einasta smá- þorpi. Alt fram á 19. öld eimdi eftir af harð- stjórnarvaldi fógetanna. Árið 1817 var mikill uppskerubrestur og hungursneyð ríkti í kan- tónunni. Þá hafði bláfátækri og hungraðri ekkju orðið sú skyssa á, að taka nokkrar kartöflur og nokkur byggöx í leyfisleysi. Fyrir þetta var hún hýdd, sett í gapastokk og síðan látin standa fyrir utan kirkjudyr á helgidegi með kartöflur og bygg í hend- inni til almennrar háðungar og athlægis fyrir kirkjufólkið. Á svipaðan hátt var farið með strák, sem ekki hafði framið meiri glæp en það, að stela fáeinum kirsiberjum. Það var loks um miðbik 19. aldarinnar, að rjettar- farið breyttist til mikilla muna, þegar að ný menningaralda, nýjar stefnur og straumar færast yfir svissneskt þjóðlíf. IX. I annálum frá 17. öld er sagt um Hálendis- búa: Þeir eru hæverskir, vingjarnlegir og góðir. Þeir verðskulda aðdáun fyrir gjafmildi þeirra við fátæklinga, trygglyndi og ábyggi- legheit í verzlun, fyrir iðni, framtakssemi, dugnað og heppni. Á 20. öldinni er Hálendis- búinn sagður lífmikill, fjelagslyndur, söng- elskur og hagur að koma fyrir sig orði, en orðljótur og fremur geðstirður. Hann reið- ist fljótt, en er líka fljótur og fús til sátta. Hálendingur var áður fyr sagður íhalds- samur og seinn til allra nýjunga og þessar sögur eru dæmi um það: 1 einu þorpinu kom fram tillaga um það, að fá talsíma lagðan í þorpið, en þá stóð einn þorpsbúinn á fætur og sagði, að eins og þeir hefðu komist af án síma til þessa, eins gætu þeir verið án hans áfram. Þessi aðdáanlega skarpskygni var öllum viðstöddum svo augljós, að tillagan var feld. Svipað sigursæl voru rök annars Hálendings, sem barðist með odd og egg gegn frumvarpi um opinberan baðstað í þorpinu. Hann sagðist vera orðinn sjötíu ára gamall, aldrei hafa baðað sig á æfinni og samt vera heilsuhraustur. Þá sáu íbúar þorpsins, að þeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.