Lögrétta - 01.01.1936, Síða 85

Lögrétta - 01.01.1936, Síða 85
173 LÖGRJETTA 174 Að öðru leyti en því, sem nú var lýst, bera Frakkarnir Islendingum vel söguna. „Islendingar eru alvarlegir og þögulir“, seg- ir Marmier. „Þeir eru ef til vill allra þjóða minst gefnir fyrir tónlist og dans. Þeir búa greinilega undir oki þeirrar óblíðu náttúru, sem þeir eru fæddir í. Hvert sem þeir líta verður ömurleikinn fyrir augum þeirra, minn- ingin um einhverjar náttúruhamfarir eða slys, óþrjótandi hraun og aska, blómalaus og gróðurlaus, eða þá stormúfið haf og snæþakxn fjöll. . . .“ Á öðrum stað segir hann, ,,ao íslenzkur sjómaður lifi lífi sínu í sífeldri sjálfsafneitun og þjáningu, í baráttu við höf- uðskepnurnar. . . . En gestrisnin mætir manni alstaðar,“ segir Marmier á öðrum stað, eftir að hafa lýst heimsókn til Stein- gríms biskups í Laugarnesi, ,,í minni auð- sæld að vísu, en hjá biskupi, en með sama örlæti. Hvar sem við komum, í hús verka- mannsins eða hús ríkra borgara, hittum við hinn hjálpfúsa Islending, sem bauð öllum til stofu meðan kona hans sótti þær veitingar, sem bestar voru til á heimilinu. . . . Þetta og þvílíkt,“ segir hann ennfremur, „sem ann- arsstaðar mundi aðeins vera skoðað sem merki almennrar góðvildar, er þarna erfið skylda og sönn dygð. Þegar þetta fátæka fólk býður mjólkurspilkomu eða kaffibolla, er það oft að taka nauðsynjar frá sjálfu sjer, gefur það á einu augnabliki, sem það hefur aflað með löngu erfiði, eða gefur gest- um það, sem það ætlaði að geyma sjálfu sjer til hátíðabrigða.“ Þegar lesnar eru saman lýsingar Roberts og Marmiers, sjest nokkur munur á þeim, eins og sjest hefur jafnvel á þeim brotum, sem hjer hafa verið tekin upp. Marmier nefnir yfirleitt færra en Robert af því, sem aflaga fer um líf og háttu. Robert nefnir miklu meira um óþrifnað og ósiði, þó getur hvorutveggja verið rjett, það sem það nær. Marmier var mest í Reykjavík og þar í grend, Robert fór víðar. Marmier hafði mestan á- huga á andlegu lífi og bókmentum. Robert var jarðfræðingur og læknir og það er rjett að bæta því við, að hann sýnist hafa verið allmikill matmaður og hafa haft yndi af góð- um mat, hann talar að minsta kosti oft um mat, þó að honum þyki íslenskar máltíðir of langar og hefur skömm á litlum mat og vond- um mat og er það ekki sagt honum til lasts, en það getur skýrt sumt í efnisvali hans. T. d. segir Robert svo frá því, sem hann fjekk í veislu hjá bæjarfógetanum í Reykja- vík: „Fyrst var borið fram te með möndlu- kökum, þá sauðaket eða ragout með rófum og smjerkökum, ristað brauð og svo brenni- vínspúns og cítrónu- eða appelsínu-toddy eins og hver vildi.“ Annars segjast þeir fjelagar aðallega hafa drukkið hjer mjólk (og Robert segir, að mjólkin í Reykjavík hafi verið þunn og fitulítil og þó ekki vatnsblönduð), mjall- hvítt smjer og nýjan fisk, auk þess sem þeir sjálfir höfðu með sjer ávexti og vín. Þá má ekki ganga fram hjá því, að frans- mönnum leist yfirleitt vel á íslenskt kven- fólk og nefnir Robert nokkrar með nafni, sem honum þóttu laglegastar, svo sem Fríðu, frammistöðustúlku í Klúbbnum í Rvík og er mynd af henni í bókinni, og konu sr. Jóns Steingrímssonar í Hruna. Annar þótti frans- mönnum að sumu leyti einkennileg staða ís- lensks kvenfólks á heimilunum, einkum það, að húsmæður settust aldrei sjálfar að borð- um með manni sínum og gestum, en stóðu álengdar. Einnig þótti þeim kvenfólk vera nokkuð grátgjarnt við jarðarfarir óviðkom- andi fólks. Kvenfólkið var mjög kirkjurækið, og karlar að vísu líka, og þegar presturinn las faðirvor í messum, segir Robert, að alt kvenfólkið, og karlar að nokkru leyti, hafi hulið andlitið í svörtum silkivasaklút, og á þessum vasaklút hjeldu menn líka þegar þeir fóru til altaris. Að lokinni messugerð, sem fransmenn voru við í sveitakirkju einni, bauð prestur þeim vín, sem Robert segir að hafi verið furðu keimlíkt messuvíni. • Annars láta frakkarnir vel af íslenskum prestum, öðru en þrifnaði þeirra sumra, þóttu þeir vera lærdómsmenn góðir. Það þarf nú ekki að tala um biskupinn, herra Steingrím sem bauð þeim öllum heim til sín við rausn, og talaði, að því er Marmier segir, jöfnum höndum, latínu við einn gestinn, dönsku við annan og ensku við þann þriðja, meðan þeir skoðuðu hið stúra og fagra bóka- og hand- ritasafn hans. En annar af þeim fjelögum segm um prestinn í Dýrafirði að „hann var óhreinn og illa til fara, en undir tötrum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.