Óðinn - 01.01.1925, Síða 3

Óðinn - 01.01.1925, Síða 3
ÓÐINN 3 þeirra, sem fylgdu Ben. Sv. Lauk þessari deilu svo, að ekkert var samþykt í þinginu um sjálfstjórnarmálið annað en ávarp til konungs frá efri deild, og voru þar f meðmæli með þeirri lausn á málinu, sem Val- týsflokkurinn hjelt fram, og þess óskað, að stjórnin legði frumv. fyrir næsta þing um breytingar á stjórn- arskránni. Benediktsflokkurinn ætlaði einnig að senda konungi ávarp frá neðri deild, en það náði ekki sam- þykki, með því að Valtýsflokkurinn kom ekki á fund, þegar ræða skyldi um það í deildinni, og gerði þannig fundinn ólögmætan. Sýnir þetta, hve kappið og ósamlyndið var orðið mikið í þinginu um málið. Ahrifamenn miklir voru í báðum flokkum og hófst nú flokkaskifting hjá þjóðinni um þingdeiluna og varð brátt mjög svæsin. Isafold (Björn jjónsson), Þjóðviljinn (Skúli Thoroddsen), Norðurland (Einar Hjörleifsson) og Bjarki (Þorst. Erlingsson og síðar Þorst. Gíslason) urðu málgögn Valtýsflokksins, en Þjóðólfur (Hannes Þorsteinsson), Dagskrá (Einar Benediktsson), Stefnir (Björn Jónsson) og Austri (Skafti Jósefsson) urðu málgögn Benediktsflokksins. Dagskrá fjell þó úr sögunni þegar á næsta ári. Eitt blaðið, Island, sem höf. þessarar greinar gaf þá út, hafði að undanförnu haldið því fram, að herða þyrfti á kröfunum í sjálfstæðismálinu og taka upp kröfur um skilnað Islands frá Danmörku. En þegar dr. V. G. kom fram með frumv. sitt, tók það máli hans miklu betur en þau blöð, sem fylgdu fram gömlu endurskoðunarkröfunum. Til þess að sýna, hvernig þingdeilan leit út í augum þeirra manna, sem hvor- ugan flokkinn fyltu, enn sem komið var, skal hjer tekið aðalefnið úr grein í Islandi 24. júlí 1897, eftir ritstj. Þar segir: „ . . . . Verði nú frumv. hrundið og ehki að neinu Ieyti á þvi bygt til samkomulags, þá opnast ein spurning, sem vert er að gá að strax. Og spurningin er sú: hverja leið höldum við framvegis í sjálfstjórnarbaráttunni, ef við með öllu höfnum þeim tilboðum, sem nú liggja fyrir frá stjórnarinnar hendi?... Það eru að eins tveir vegir um að velja. Annar er sá, að herða á stjórnmálabaráttunni, krefjast þess, að Island verði leyst úr ríkissambandinu, svo framarlega sem við fáum því ekki fyrir komið á þann hátt, sem við teljum okkur hafa rjett til að heimta og nauðsynlegt sje fyrir framfarir og menning þjóðarinnar. Og sje sá vegurinn valinn, verðum við að gera okkur glögga grein fyrir, hvernig sjálfstjórnarbaráttu okkar hljóti þá að verða háttað framvegis, svo framarlega sem við eigum að geta treyst og trúað á það, að við fáum nokkru framgengt með henni. Við verðum að ákvarða það með fullri festu, hvort við viljum leggja það í sölurnar í sjálfstjórnarbar- áttu okkar, sem nauðsynlegt er til þess að við getum treyst á góðan árangur........Við yrðum að leggja alla krafta okkar í sjálfstjórnarbaráttuna meðan á henni stæði. Hjer gæti ekki verið að tala um neina „bróðurlega samvinnu" milli Alþingis og dönsku stjórnarinnar, þau yrðu andstæðingar, sem hvergi kæmi saman; öll mál okkar yrðu að lúta þessu eina máli......... Við yrðum að vekja þjóðernistilfinning okkar af þeim svefni, sem hún nú er í, og við yrðum að vekja Danahatrið aftur, eins og það var fyrir 1874. Við yrðum að bola Dani, að svo miklu leyti, sem við gætum, frá allri atvinnu hjer á landi, hvort það að öðru Ieyti væri okkur í hag eða ekki — og ekki með lögum, heldur með samtökum. Við yrðum að losa dönsku kaupmennina hjer á landi við alla viðskiftamenn þeirra og eins íslenska kaupmenn, sem verslun rækju frá Danmörku — svifta Danmörk allri verslun hjer. Og það gætum við vel. Við yrð- um að taka samgöngurnar að öllu leyti úr þeirra höndum, hvort þeir byðu okkur betri kjör eða verri en aðrir. Við yrð- um yfir höfuð að gera Dönum hjer við land öll þau óþægindi sem við gætum. — Þetta væri frelsisbarátta, sem meining væri í; alt annað er ónýtt kák, svo framarlega sem við hugsum okkur að halda baráttunni til streytu.......Og árangri gætum við búist við fyr eða síðar af stjórnmálabaráttu, sem svo væri fast sótt. Því þegar stjórnin sæi, að Dönum væri ekki að eins hagnaðarlaust að halda við því ástandi, sem nú er, heldur jafnvel að þeir biðu af því töluvert tjón, þá myndi hún fyrst fús á aö breyta til. Hinn vegurinn er sá, að nota sjer sem best tilboð það, sem nú er fram komið frá stjórninni, til að ná samkomulagi. Þó að dr. Valtýr hafi ekki getað fengið stjórnina til að fallast á stærri kröfur frá íslendinga hálfu en gerðar eru í frumv. hans, þá er ekki þar með sagt, að engum geti tekist það. En sje tilboði stjórnarinnar hafnað, þá er um ekkert annað að gera en að krefjast algerðs skilnaðar og herða á stjórn- málabaráttunni, eins og bent er á hjer á undan". Vel má vera, að hugsanir margra hafi farið í líka átt og þetta. En nú skiftust menn í flohka um þau tvö frumv., sem fyrir þinginu höfðu legið, og var munurinn á þeim sá, að í öðru var það tekið fram, að íslensk mál skyldu ekki flutt í ríkisráðinu, en í hinu var ekkert um það sagt og engra breytinga krafist að því leyti frá því, sem verið hafði. Um þetta deildu nú blöðin fram og aftur og báru flokk arnir þungar sakir hvor á annan. Valtýsflokkurinn brá andstöðuflokknum um, að hann stæði í vegi fyrir hagkvæmum umbótum á stjórnarfari landsins, en Benediktsflokkurinn taldi sig standa á verði til varnar rjettindum landsins, er hinn flokkurinn væri reiðu- búinn til að kasta á glæ. 16 þingmenn gáfu út ávarp til Islendinga í þinglok 1897 og skoruðu á þá að snúast til fylgis við stefnu dr. V. G. í sjálfstjórnar- málinu. Yfirleitt var það ríkast í hugum þeirra manna, sem fylgdu Valtýsflokknum, að hleypa nýju lífi í verk- legar framkvæmdir í landinu og nema burtu þá galla á stjórnarfarinu, sem einkum væru þessu til fyrirstöðu. Ráðgjafinn, er mætti á Alþingi, átti að verða for- gangsmaðurinn, enda þótt hann yrði búsettur við hlið konungs í Haupmannahöfn. Hitt má vel vera, að ef

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.