Óðinn - 01.01.1925, Side 7
ÓÐINN
7
Vilhjálmur Shakespeare.
Kvæði eftir Matth. Jochumsson.
í 4. tbl. ÓÖins 1916 er sagt frá 300 ára dánarafmæli ShaUe-
speares, sem haldið var hátíðlegt í Englandi 23. apríl 1916.
Þar segir m. a. svo: „A Shakespeares-hátíðina ! Englandi í
vor var boðinn hjeðan Matth. Jochumsson skáld, og er sagt,
að hann sje elsti Shakespeares-þýðandi núlifandi. En hann gat
ekki farið förina. Kvæði eftir hann kemur samt fram í minn-
ingarriti um Shakespeare, ort vegna þessa 300 ára afmælis, og
er þess minst í „Times" 25. maí mjög lofsamlega og farið
þeim orðum um höfundinn, að hann sje viðurkendur um öll
Norðurlönd sem göfgasti túlkur hinna fornnorrænu bókmenta.
Kvæðið er, segir þar, ort undir forníslenskum braghætti og á
að koma fram í þýðingu eftir próf#ssor Goliancz, sem áður
hefur ritað um Shakespeares-þýðingar sjera Matthíasar ]och-
umssonar".
Þetta kvæði, sem hjer er talað um, mun ekki hafa verið
prentað í íslenskum ritum. Það kom of seint í hendur ensku
nefndarinnar, sem sá um útgáfu hins mikla minningarrits um
Shakespeare, til þess að komast þar að. Ollu því samgöngu-
hindranir á stríðsárunum. En í minningarritinu eru ritgerðir
um Shakespeare á flestum tungum heimsins, sem bókmentir
eiga. Kvæði M. ]. var svo gefið út sjerstakt í Oxford og fylgir
því þar þýðing á ensku eftir prófessor Gollancz. Kvæðið er
prentað í hefti, sem er 12 bls., í sömu stærð og Óðinn, og er
titillinn svohljóðandi: 1616 — 1916. On the Tercentenary Com-
memoration of Shakespeare. Ultima Thule Sendeth Greeting.
An Icelandic Poem by Matthias Jochumsson vith translation
into English by Israel Gollancz. Humphrey Milford. Öxford
University Press.
Dr. ]ón Stefánsson, sem nú dvelur um tíma hjer á landi,
hefur gefið Óðni heftið, og eftir því er kvæði M. ]. prentað
hjer á eftir. Þýðandinn þakkar dr. ]. St. I formála fyrir hjálp
við þýðinguna, en hún er snjallyrt og í sama braghætti og
frumkvæðið.
I.
Heill þjer Albion!
Ultima Thule
sendir salutem
Shakespeare’s móður, —
sendir salutem
— sól og stjörnur
vitni sjeu —
veröld allri.
Sendir salutem
Shakespeare’s anda,
þeim er enginn eins
áður nje síðan
lunderni lýða
með listum dró,
og andans eining
í óði sýndi.
Þig veit jeg, Shakespeare,
sona verþjóða
í skáldaheimi
skörung mestan:
spámönnum spakari,
spekingum vitrari,
börnum bjartsýnni,
Braga líkastan.
Höfðu ítala
óðmæringar
gulltöflur Grikkja
í grasi fundið,
þær er miðalda
myrkri dreifðu,
uku þá hálfguðir
á hverju strái.
Þá varð Evrópu
þröngt um hjarta
og of lítill
orbis terrarum;
Mentamenn heimtu:
»meira ljós!«
og víðari veröld
víkingaher.
Þá varð alt ungt
og endurborið,
og líf lýða
að ljóssins stríði;
hrundu hásæti,
hrukku stálfjötrar,
umdu samróma
Etna og Hekla.
Og Albion
í æskumóði
dreymdi sig orðna
drottningu hafs, —
sá sig sveipaða
sigurkufli
og reisandi rönd
við hinn ramma Spán.
»Brast rönd við rönd,
reru víkingar*,
er í brynju fór
Bretadroítning,
og hetjur Howards
hruðu Armada,
en Neftún flár
Eilipp of sveik.
Hlógu hermegir,
hlymur várð í borgum,
buðu brúðfaðm
Breta snótir,
skiftu þúsundum
þjóðskörungar.
Taldist þá Shakespeare
tvíelleftur.
Tók þá hver maður
þá trú, er sjer kaus,
því að frelsi og stjórn
í faðma lögðust.
Bjartari kjör
eða betri skipan
sjaldan hefur náðst
í nokkru landi.
II.
Tamdi jeg ungur
— em nú áttræður —,
orð að yrkja
á Óðins tungu;
var og enn ungur
er mig ofurhugi
í arma Shakespeare’s
við arnsúg dró.