Óðinn - 01.01.1925, Qupperneq 18

Óðinn - 01.01.1925, Qupperneq 18
18 ÓÐINN Ingibjörg, kona Björns Þórðarsonar hæstarjettarrit- ara, elst dætranna. Ólafur Briem andaðist á heimili sínu í Reykjavík 19. maí 1925 og var sjúkdómurinn, sem varð honum að bana, krabbamein í maga. Vertu sæl! (Skáldiö kom í heimsókn til giftrar konu, sem hann hafði felt ástarhug til á yngri árum. Lauslega þyddar vísur eftir Byron). Gott er að þjer gæfan skín, þó gömul ást mjer skapi þraut, því sama hug jeg hef til þín, sem hafð’ jeg fyr á lífsins braut. Jeg öfunda þann eiginmann, sem ást þín gerir sælli en mig; en grimt jeg mundi hata hann, ef hann kynn’ ekki að elska þig. Óskmög þinn jeg áðan sá, og afbrýðið til kvalar var; en krakkinn hló, jeg kyst’ ’ann þá af kærleika til mömmunnar. Föðursvipinn barnið bar, það beiskju vakti inst í sál; en mömmu augu þekt’ jeg þar og þeirra ástum slungna mál. Jeg verð að fara, vertu sæl! öll velferð þín er gleði mín. Jeg fer, því annars eins og þræl mig óðar bindur nálægð þín. Jeg fer, jeg fer; — minn fyrsta draum jeg forðast vil að minnast á. Jeg leita gleymsku í lífsins glaum uns loksins sloknar hjartans þrá. Fnjóskur. Vísur. Gráni minn. Gráni minn af aðli er: ættum skálda og presta. Hann af öllum hestum ber, hófuðuðskepna mesta. Bænhúss heyskapur. Jeg er að slá með löngum ljá leiðin smá of köldum ná, til að fá mjer fáein strá, að fóðra gráa klárinn á. Matthías Jochumsson. Kær eru mjer kvæðin þín, kraftinn vantar eigi. Þú syngur inn í sálu mín sól á vetrardegi. Frjettapistill. Ef jeg dreypi vör í vín og væti kverkar mínar, andinn flýgur þá til þín og þylur skrítlur sínar. Fátt get jeg í frjettum sagt, flest við sama gengur, sumir hafa línur Iagt, lítill afla fengur. Nýbyrjað er nú að slá, nauða-snögg er jörðin, fremur bítur illa á efstu hóla-börðin. Fátt er vinnufólkið hjer, flestir einir skaka, húsmóðirin óljett er, engin til að raka. Sch. Sl

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.