Óðinn - 01.01.1925, Page 29

Óðinn - 01.01.1925, Page 29
ÓÐINN 29 Gustav af Gejerstam. Kristján Þorláksson og Valgeröur Jónsdóttir í Múla. Austan megin ísafjarðar, er skerst inn úr ísafjarð- ardjúpi, eru tvö reisuleg býli, Laugaból og Múli. Hafa á þeim bæjum báðum búið menn, er skilað hafa jörðinni betri er þeir fóru, en hún var er þeir komu, og sjer þess glögg merki áður en í garð er riðið. Á öðru þessara býla hafa nú um 40 ára skeið gert garðinn frægan hjón þau, er hjer verður að nokkuru minst. Kristján Þorláksson er fæddur að Kleifum við Seyðisfjörð 20. maí 1857. Sex ára gamall fluttist hann frá foreldrum sínum til hjónanna Kristjáns Kristjánssonar (Ebeneserssonar frá Reykjarfirði) síðar hreppstjóra og Margrjetar Sigurðardóttur, er þá bjuggu að Hvítanesi í Ögurhreppi, og að sjö árum liðnum með þeim að þúfum í Vatnsfjarðarsveit. Voru þau sæmdarhjón og vel metin, en áttu einatt við örðugan fjárhag að búa. Dvaldi Kristján hjá þessum fósturforeldrum sínum til þess hann var 24 ára. Þá rjeðst hann vinnumaður til hinna nafnkunnu Lauga- bólshjóna, Jóns Halldórssonar og Guðrúnar Þórðar- dóttur. Var það heimili þá og löngum síðan eitt hið stærsta og myndarlegasta vestan lands og vinna sótt af kappi miklu og atorku bæði til lands og sjávar. Var það hvorttveggja að Kristján var að upplagi kappsmaður mikill til allra starfa, enda munu vinnu- menskuár hans á Laugabóli drjúgum hafa eflt starfs- fjör hans og reynst honum góður skóli undir bónda- stöðuna. Laugabólsbóndinn fjekk orð fyrir að vera skjótvirkur með afbrigðum og ærið kröfuharður um vinnubrögðin, svo að löðurmennum var eigi hent að vera að verki með honum. En það kvað hann fljótt hafa sjeð, að eigi þurfti að knýja Kristján til starfa. Haustið 1882 gekk Kristján að eiga Valgerði dóttur þeirra Laugabólshjóna. Fluttust þau hjón síðan að Múla árið 1884 og byrjuðu búskap á hálflendu jarðarinnar, síðan fengu þau 2/3 jarðarinnar og loks jörðina alla til eignar og ábúðar. Þegar Kristján kom að Múla var jörðin í niðurníðslu og litlu áliti. Túnið þýft, harðlent og grýtt og óárennilegt til sljettunar. Á jörðinni var einungis 1 hlaða, er tók um kýrfóður, og 1 fjárhúskofi; bæjarhús mjög ljeleg. Að tveim ár- um liðnum reisti Kristján vandað íveruhús úr timbri, járnvarið með kjallara. Var það eitt af allra fyrstu timburhúsum í þeim sveitum. Hann hóf þegar jarða- bætur og hjelt þeim kappsamlega áfram alla sína búskapartíð. Mun hann hafa sljettað frekar 20 dag- sláttur í túni. Vörsluskurðir miklir og lokræsi í mýri innan girðingar, sem verið er að græða upp. Túnið alt girt með vönduðum grjótgarði og gaddavír. Jarða- bæturnar í Múla hafa verið erfiðari en víðast annars staðar í túnum til sveita. Túnstæðið er grýtt og bratt mjög að ofanverðu, en neðri hlutinn mýrlendur. Inn- an girðingar eru um 36 dagsláttur. Fást nú af Múla- túni hátt á fjórða hundrað hestburðir af töðu, en vel þótti heyjast ef náð varð 60 köplum, er Kristján kom þangað. Nátthaga ljet Kristján byggja um 3 dagslátt- ur að stærð. Matjurtagarða hefur hann látið gera> stóra og vel ræktaða. Loks hefur hin síðari árin verið gerður myndarlegur trjá- og blómgarður (skrúð- garður) í Múla, tvímælalaust sá fallegasti á sveitabæ vestan lands, og þótt víðar sje leitað. Ennfremur ljet Kristján leggja akfæran veg, um 800 metra langan, frá íbúðarhúsinu til sjávar. Utihús öll hafa verið reist afarvönduð. Geymsluhús úr timbri járnvarið. Fjós og áburðarhús, hvorutveggja steinsteypt. Fjenaðarhús samstæð ásamt stórri og rambyggilegri hlöðu, sömu- leiðis steinsteypt, með hinum stærstu og alvönduðustu fjárhúsum í sveitum. Má af þessu sjá, og er þó margt ótalið, að Kristján hefur ekki mókt í leti og aðgerðarleysi búskaparár sín í Múla. Verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX. fjekk

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.