Óðinn - 01.01.1925, Qupperneq 37

Óðinn - 01.01.1925, Qupperneq 37
OÐINN 37 læti og ást svo lengi sem kirkjulegur fjelagsskapur verður til með Vestur-Islendingum«. — Að svo mæltu afhenti hann sjera Friðriki minningargrip frá kirkjufjelaginu: mjög vandað gullúr með gullfesti. í þessu samsæti var og sjera Friðriki flutt hið fagra kvæði, eftir sjera ]ónas A. Sigurðsson, sem prentað er hjer á eftir. Blaðið Lögberg segir: »Það er með trega, að vjer kveðjum sjera Friðrik Hallgrímsson og fjölskyldu hans. Hann hefur nú verið þjónandi prestur í kirkju- fjelaginu íslenska nálega 22 ár, og á þeim tíma hefur hann ekki að eins getið sjer hinn besta orðstír innan þess fjelagsskapar, heldur notið hylli og virðingar hvers einasta manns, allra, sem honum, og þeim hjónum, hafa kynst, og hefur koma hans og konu hans hingað vestur verið kirkjufjelaginu og öllum Vestur-Islendingum stór gróði. Fyrir samveruna þökkum vjer af alhug, fyrir það, sem hann hefur miðlað okkur af sínum fjölbreyttu og góðu gáfum, fyrir samvinnuþýðleik og fyrir hina hreinu og græskulausu glaðværð, sem hann er svo auðugur af. Við burtför hans verðum við fátækari og með trega kveðjum við hann. En bót er í máli, að hann er að hverfa heim til ættjarðarinnar, þar sem mikið verk- efni bíður hans, og að hún fær að njóta hinna marg- breyttu og miklu starfshæfileika hans í framtíðinni«. a Heim. Kveðjuorð til sjera F. H. Laða enn, sem leiftrin björtu, logarúnir Islands stranda. »Flyt mig heim — til frænda minna«, Friðrik bað þann Guð er ræður. — »Heim, þín störfin helg að vinna, hvetja, styrkja vini, bræður. Heim, þinn vilja’ og verk að gera, vitni bera orðum þínum; heim, að megi jeg beinin bera bernskustöðvum nærri mínum«. Heim, að lindum helgra strauma, heiðríkjunnar Aðalbóli; heim, að tindum hárra drauma, hugsjónanna forna skjóli: — Far þú heill! Þinn hlýi andi hugsvinnsmálum kristni stoði; reynstu þjóð, ef rís enn vandi, ráðhollur sem Þorgeir goði. Heim, í faðmlag fjalla þinna, fósturjörðin söguríka, — kirkju, lýð og landi’ að vinna leiði Drottinn marga slíka. — Þar sem krossinn vopnið verði, vígi andans ]esús Kristur, enginn höggur efans sverði, allra þjónn er manna fyrstur. Jónas A. Sigurðsson. »Flyt þú mik til frænda minna«, — fyr bað Gunnar, norrænn drengur. Fjarri ættjörð, frægð sjer vinna fullnægði síst honum lengur. — Þótt að gull og græna skóga gjaldi suðræn, vestræn löndin, heillar þrátt til holta’ og móa hrjóstug, fjarlæg ættlands ströndin. Vængþreytt heim um vordagsnætur veglaust hafið flýgur lóa. Fyrir ísland alt hún lætur: aldingarða, blóm og skóga. — Fjarlæg stjarna heillar hjörtu, — hafið seiðir farmanns anda. I mútum og úr. Ef hjartað nístir heljarþrá svo hugans kraftar nötra, er engum tónum unt að ná og orðin lögð í fjötra. — En seinna — eftir illan draum óðsins máttur vaknar, og orðin falla í fluga-straum, er fjötur andans raknar. Fnjóskur.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.