Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1925, Blaðsíða 43
ÓÐINN 43 var Magðalena Snæbjarnardóttir prests Þorvarðssonar í Lundi. Má rekja þá ætt á ýmsa vegu upp til forn- manna. Systir Magðalenu var Þóra kona Davíðs lögrjettumanns á Fitjum Björnssonar Iögmanns Mark- ússonar, ber Davíð nafn hans. Systur Davíðs voru, Gróa er síðast bjó í Hamrakoti í Andakil, átti Ketil Ketilsson frá Svanga, fór hún til Ameríku og var lifandi þar um áttrætt er jeg síðast vissi, og Guðrún, er langa hríð bjó á Brekku á Hvalfjarðarströnd, og átti fyrir seinni mann ]ón smið Teitsson, var Guðrún alþekt greind- arkona og gestrisnis. Hún andaðist fyrir nokkrum árum á Bíldu- dal, komin yfir nírætt. Davíð ólst upp í Bakkakoti til fullorð- ins ára, en fór þaðan að Miðsandi við Hval- fjörð og kvæntist Ingi- björgu Davíðsdóttur, er þar hafði búið, Björns- Davíð Snæbjömsson. sonar- ^oru þær systur . Sigríður móðir Bjarna prófasts á Brjánslæk og Ingibjög. Bjó hann í nokkur ár á Sandi. Síðan var hann eitt eða tvö ár húsmað- ur hjá foreldrum mínum á Fitjum, fluttist svo áð Gilstreymi, sem er annar fremsti bær í Lundarreykja- dal. Bærinn stendur á enda landeignarinnar, og er meiri hluti slægnanna í fjarlægð; tók Davíð því það ráð að byggja nýjan bæ nær miðju landsins (nálægt 1880), í skálinni fögru, er Iiggur fram af Skorradal, og sem mest líkist hörpudiski. Liggja að henni að norðan Þverfell, að austan Uxahryggir og Skjaldbreið að baki, Veggir að sunnan, og rís Súlnafindurinn hár og tignarlegur í suðri, en Skúlafell og Eiríksfell í vestri, en á botni skálarinnar liggur Eiríksvatn, nærri kringl- ótt. Norðan við vatnið reisti Davíð laglegan bæ, er hlaut nafnið Vörðufell. Þótti furða, hve miklu hann kom í verk á einu sumri að mestu einn, en Davíð var verklaginn og hagur. Hjer var bærinn betur settur, nær aðalslægjunum, og mótakið rjett við túnfótinn, en fjær var hann bæj- um og öllu knappara til haga á vetrum, því oft er þar snjóþungt, þótt öll sje skálin grasi og víði vaxin. Þarna bjó Davíð í 20 ár laglegu búi. Vantaði lítið á að kominn væri kýrfóður völlur kringum bæinn. í Vörðufelli misti Davíð konu sína, áttu þau að- eins eitt barn á lífi, Þórð að nafni, mikinn efnismann og vel að sjer. Fluttist hann vestur í Arnarfjörð 1869, og bjó á Skeiði í Selárdal. Til hans fór Davíð 1899. En árið eftir misti hann soninn í sjóinn, í mannskaða- veðri. Bjó ekkja hans Bjarghildur Jónsdóttir þar eftir; hefur Davíð dvalið þar hjá henni síðan. Sonarbörn Davíðs eru: Síra Sigurður í Vallanesi, Guðrún, gift Stefáni barnaskólastjóra í Stykkishólmi jónssyni, Ingibjörg ógift heima, Davíð, er Iokið hafði námi á stýrimanna- skólanum, mikill efnispiltur, er dáinn. Davíð var eink- ar ræðinn og glaðsinna, fróður og minnugur, dagfars- góður og jafnlyndur, frómlyndur og hreinhjartaður. Aldrei heyrðist að hann talaði niðrandi orð um aðra nje tæki þátt í hjegómatali. Þjóðmál og annar slíkur fróðleikur innlendur og útlendur voru umtalsefni hans. Nákunnugur og merkur maður vestra skrifar mjer: »Jeg hefi engum gömlum manni kynst jafnlífsglöð- um, bjartsýnum, víðsýnum og skemtilegum . . . Hafa allir á heimilinu mikið dálæti á Davíð, jafnt óskyldir sem skyldir*. Davíð las mikið blöð og bækur eftir að hann kom vestur, uns hann fyrir 9 árum misti sjón- ina. En síðan hefur tengdadóttir hans lesið og látið lesa fyrir hann öll blöð og bækur, sem á heimilið koma. Venjulega man háaldrað fólk best það sem við hefur borið á fyrri hluta æfinnar, en lítt eða ekki frá nálægum tíma. Fyr tjeður maður skrifar: »Mig undr- ar það alveg, hve Davíð fylgist vel með og man það sem hann heyrir . . . Hann kannaðist vel við Lenin og Mussolini. Hafði fylgst með æfi Vilhjálms keisara og mundi eftir giftingu hans í Hollandi. Hann kann- aðist við allmarga yngri rithöfunda íslenska og stjórn- málamenn, ræddi um gengisfall íslensku krónunnar og fleiri nýja atburði í íslensku þjóðlífi«. Effir myndinni að dæma er Davíð furðu líkur í útliti því sem hann var fyrir aldarfjórðungi, er jeg sá hann síðast. Hann hefur enn fótavist. Jeg tel víst að við öll, sem þekkjum hinn góða, gamla heiðursverða öldung, óskum honum samhuga góðs æfikvölds, og friðsællar heimfarar þegar þar að kemur. Fitjum, 10. des. 1924. St. Guðtnundsson. Skilst. Þeir, sem hafa á vífum vit, vita hvað það þýðir, er kinnablóm með hverfilit konuvangann prýðir. Fnjóskur. ■J

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.