Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 52

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Side 52
116 hafi verið alveg mentunarlausir eða beinlínis villi- þjóð1. þeir hafa valið vissar grjóttegundir og vissa staði handa dysjunum, og bygt þær eptir föstum reglum. • Steinfæri þeirra eru mörg hver vönduð og fögur; þeir hafa kunnað vel leirkerasmíði, en það var ekki tíðkað af eiraldar-mönnum; kerin eru prýdd með laufaskurði og ýmsu rósaverki, og á sumum eru svo nefndir Mæander-drættir eða „á la grecque“, sem Grikkir hafa alls eigi fyrstir haft, því þeir finnast jafn- vel á fornleifum Amerikuþjóða.2 3 Enn er tvent merkilegt frá þessu tímabili, en það eru steinsmiðjurnar og staurabyggingarnar. Vér munum hér taka til dæmis tvo staði,8 sem óefað eru verksmiðjustaðir og námastaðir steinaldar- manna; annar er nálægt Mons í Belgíu, en hinn í nánd við Brandon við Ysju (Ouse) á Englandi. Á báðum þessum stöðum eru verulegir tinnunámar undir jörð- unni, og þar hefir tinnusteinunum verið náð úr kalk- berginu. það er auðséð á þeirri kunnáttu og því þreki, sem þurft hefir til að vinna slikt erfiði, að steinaldar- mennimir voru þá búsettir menn, en engin flakkandi villiþjóð. í þessum námagröfum finnast mörg steinfæri, hjartarhornstól og leirker, en ekkert málmsmíði. Vér vitum, að hægast er að vinna tinnuna, þegar hún er ný- komin út úr berginu, því í henni er fyrst nokkurs konar deigja, sem hverfur þegar hún hefir verið í loptinu nokkra stund; því hafa steinfærin verið til búin þar á staðnum, og sjáum vér það á því, að þar finnst feikna mikið af úrkaststólum, sem annaðhvort hefir verið byrj- að á og hætt við um stundar sakir, eða þá sem eigi hefir heppnazt að höggva til fullkominnar myndar; ') Engelhardt, Om Stendysser o. s. fr., Aarb. 1870, bls. 184. 2 Worsaae, í Aarb. 1872. bls. 370. 371. 3 Engelhardt, í Aarböger for nord. Oldk. 1871, bls. 327—352.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.