Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 65

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Síða 65
129 norður eptir, enda var Rómaveldi þá orðið gjörspilt og dauðans matur.1 Á meðan Gotar og Germanar heijuðu á Rómverja, á meðan Alarik hamaðist við Tfber, á meðan Stilicho átti við Radagaisus: þá var engin saga byrjuð á Norðurlöndum, og vér vitum eigi neitt um samgöngur á þeim tímum. En vér þekkjum eldri samgöngur Suðurlanda við Norðurlönd, ogþávar saga þeirra heldur ekki byrjuð. Vér vitum, að snemma á keisaratímunum (t. a. m. þegar Neró ríkti) sendu Róm- verjar menn til Eystrasalts til að fá raf (succinum, electrum2), og þáhafa peningar líklega flutzt þangað; en vér vitum ekkert, hvaða þjóðir það voru, eða hver- ir þeir menn voru, sem seldu rafið, og er jafnvel tor- velt að trúa því, að þeir hafi haft hugmynd um pen- inga, eða kunnað að meta þá, nema þeir hafi notað þá sem skraut (kingur). Af þeim þjóða-nöfnum, sem hinir rómversku rithöfundar nefna í þessu efni, getum vér raunar ráðið í, að gotneskar þjóðir hafi átt heima við Eystrasalt sunnanvert; en vér vitum ekkert um það, hverir bygðu Danmörku, Svíþjóð og Noreg á undan þeim, og þvi eru þær þjóðir fyrir oss einungis nafnlausir steinaldar- og eiraldar-menn; vér vitum heldur ekki neitt vist um það, hvernig eða hverja leið hinar gotnesku þjóðir hafi komið til Danmerkur og Norður- landa (því allar kenningar um það eru tómar getgátur) — en merki þeirra geymast bæði í engilsaxneskum kvæð- um (t. a. m. Víðsíð) og í Gota-nöfnum (Gotar, Gautar, Reiðgotaland, Eygotaland, Gautland, Gautelfr o. s. frv.). Menn hafa fram sett ýmsar getgátur um flutning þess- ara þjóða, sem varð á þessum tímum eða á elztu járn- öldinni, og þykir nú líklegast, að þær hafi komið beina leið sunnan að og flutzt á skipum yfir Eystrasalt, en ‘) Worsaae, í Aarb. 1872 bls. 397—399 etc. 2) Plin. Hist. Nat. XXXVII. ' Tímarit hins íslenzlca Bókmentafélags. I. 9

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.