Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 4
210
sýslumaður i Eyjafjarðarsýslu i fjærvist Borg-ens sýslu-
manns frá 3. ágúst 1838 til 24. júlí 1839, og eptir lát
Jóhanns bróður síns, 26. marz 1840, settur sýslumaður
í J>ingeyjarsýslu. Með kgsúrsk. 17. febrúar 1841
(Lovs. for Isl. XII, 18, sbr. 166) var J>ingeyjarsýslu
skipt í tvær sýslur, og fjekk Arnór Árnason 28. sept-
ember s. á. veitingu fyrir norðurhlutanum; 10. maí
1847 var honum veitt Húnavatnssýsla, og kammerráðs
nafnbót 6. október 1854. Hann bjó fyrst á Skógum í
Axarfirði, síðan á Ytri-Ey á Skagaströnd, og andaðist
þar 24. júní 1859, ókvæntur og barnlaus.
4. Ásgeir Staðfeldt, fæddur í Hítardal 29. júlí
1786, sonur sjera Jóns Ásgeirssonar, síðast prests i
Nesþingum, og konu hans Sigríðar Einarsdóttur prests
á Vindási i Kjós Torfasonar, bróðursonur Dr. Snæ-
bjarnar Staðfeldts (A 83); útskrifaður úr Bessastaða-
skóla 1807 og skrifaður í stúdentatölu við háskólann
1809; cand. juris 13. janúar 1813 með 1. ein-
kunn í hinu teóretiska prófi og 2. einkunn í hinu
praktiska; 1815 varð hann audítör í herliðinu og 1820
sórenskrifari í Ide og Marker hjeruðum í Noregi, og
andaðist í Frederikshald ió. janúar 1831. Hann var
kvæntur og átti börn.
5. Baldvín Einarsson, fæddur á Molastöðum í
Fljótum 2.ágústi8oi, sonur Einars umboðsmanns Guð-
mundssonar á Hraunum og konu hans Guðrúnar Pjet-
ursdóttur frá Skeiði í Svarfaðardal Pjeturssonar, bróð-
urdótturjóns fjórðungslæknis Pjeturssonar; útskrifaður
úr heimaskóla af Árna biskupi Helgasyni 1825, var
síðan skrifari hjá Grími amtmanni, og var skrifaður í
stúdentatölu við háskólann 1827; cand. juris 21. októ-
ber 1831 með 1. einkunn í báðum prófum; andaðist í
Kaupmannahöfn 9. febrúar 1833. Hann átti danska
konu og börn.
Sbr. Ný Fjelagsrit 8. ár.