Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 10
216
og var Hólastólsráðsmaður 1754—56; en þegar Magn-
ús lögmaður varð amtmaður, 16. maí 1757, tók Björn
Markússon við lögmannsdæmi sunnan og austan fyrir
fullt og allt og þjónaði því til dauðadags. Hann sat
f nefnd þeirri, er skipuð var með kgsúrsk. 23. maí
1755 til að aðgreina fjárhag biskupsstólanna og skól-
anna (Lovs. for Isl. III, 221, 568 og 579). Björn lög-
maður bjó fyrst á Stóru-Okrum í Skagafirði, en eptir
að hann sleppti Skagafjarðarsýslu, 6. júní 1757, sam-
kvæmt kgsbrjefi 15. febrúar 1737, er bannar, að nokk-
ur lögmaður sje jafnframt sýslumaður, flutti hann sig
að Hvitárvöllum í Borgarfirði og þaðan fyrst að Höfn
og síðan að Leirá; seinast var hann á Innra- Hólmi
hjá Olafi stiptamtmanni og andaðist þar 9. marz 1791.
Kona Björns lögmanns var dönsk, og áttu þau eigi
börn ; launsonur hans var Davíð lögrjettumaður á Fitj-
um.
Sbr. Lögmannatal Jóns Sigurðssonar, Nr. 133, í
Safni til sögu íslands, II, 1571.
14. Bogi Thórarensen, fæddur á Gufunesi 18. á-
gúst 1822, sonur Bjarna amtmanns Thórarensens (A 11);
útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1846, og skrifaður i stú-
dentatölu við háskólann árið eptir; cand. juris 18. júní
1853 með 2. einkunn i báðum prófum. Hann fjekk
fyrst Snæfellsnessýslu 30. apríl 1854, siðan Mýra- og
Hnappadalssýslu 11. mai 1855 °g l°ks Dalasýslu 8.
maí 1860; frá 11. júlí 1861 til 8. mai 1865 var hann
settur amtmaður í vesturamtinu, og þjónaði Magnús
stúdent Gíslason Dalasýslu á meðan. Bogi sýslumað-
ur bjó fyrst í Hjarðarholti í Stafholtstungum og siðan
á Staðarfelli og andaðist þar 3. júlí 1867 ; kona hans var
Jósefína, dóttir Árna umboðsmanns Thorlacíusar í Stykk-
1) þar stendur, að Markús sýslumaður Bergsson hafi
dáið 1733, en það er prentvilla, og á að vera 1753.