Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 12
2 l8
þangað til Magnús Stephensen tók við henni vorið
eptir, og aptur 13. júní 1844 fyrir Ísaíjarðarsýslu og
fjekk veitingu fyrir henni 25. apríl árið eptir og bjó
á Melgraseyri. Eyjafjarðarsýslu fjekk hann 1. júní
1848 og bjó þar að Espihóli. 17. april 1858 var hon-
um veitt Rangárvallasýsla, en hann flutti sig eigi þang-
að og fjekk svo Skagafjarðarsýslu 18. febrúar 1861.
25. júlí 1876 var hann settur fyrir Húnavatnssýslu og
Qekk veitingu fyrir henni 2. nóvember s. á.; en 12.
apríl árið eptir var honum leyft að vera kyrr i Skaga-
fjarðarsýslu; býr hann nú á Reynistað, en áður bjó
hann á Hjaltastöðum. Eggert sýslumaður sat á þjóð-
fundinum 1851 sem þjóðkjörinn þingmaður; einnig sat
hann í landbúnaðar- og skattanefndinni 1845 (sbr. A
100). Hann var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorð-
unnar 30. ágúst 1880. Kona hans er Ingibjörg Eiriks-
dóttir sýslumanns Sverrissonar (B 6), og eiga þau mörg
börn; elztir af sonum þeirra eru : sjera Eirikur, kenn-
ari við prestaskólann; Gunnlaugur, verzlunarstjóri;
Ólafur, skrifari hjá föður sínum, og Halldór, kennari
við Möðruvallaskólann.
17. Eggert Theódór Jónassen, fæddur í Reykjavik
9. ágúst 1838, sonur J>órðar háyfirdómara Jónassens
(A 99); útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1858; cand.
juris 15. janúar 1867 með 2. einkunn í báðum próf-
um. Hann var siðan á skrifstofu land- og bæjarfó-
geta í Reykjavík, var settur fyrir Borgarfjarðarsýslu
eptir lát Jóns Thóroddsens (B 16), og síðan fyrir
Mýra- og Hnappadalssýslu eptir lát Jóhannesar Guð-
mundssonar (B 12). Með kgsúrsk. 4. marz 1871 var
Mýrasýsla aðskilin frá Hnappadalssýslu (Tíð. um stjórn-
armál. ísl. III, 153), og fjekk Theódór Jónassen þá
veitingu fyrir Mýrasýslu 22. maí s. á.; með kgsúrsk.
11. október s. á. var Borgarfjarðarsýsla sameinuð við
Mýrasýslu, og var hin sameinaða Mýra- og Borgarfjarð-